Alaba gæti leyst Ramos af hólmi hjá Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 20:00 David Alaba gæti verið að leika sitt síðasta tímabil í Þýskalandi. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Samkvæmt heimildum The Athletic er Real Madrid næsti áfangastaður David Alaba. Gæti farið svo að hinn fjölhæfi Austurríkismaður myndi leysa fyrirliðann og goðsögnina Sergio Ramos af hólmi. Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti