Stella Blómkvist segist harðánægð með að hafa lagt Bókasafnssjóð Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Umboðsmaður Alþingis hefur hundskammað Bókasafnssjóð fyrir að hafa verið með undanbrögð í tengslum við höfundarréttargreiðslur. Stella lýkur upp miklu lofsorði á Umboðsmann í viðtali við Vísi. Getty/shevtsovy Stella Blómkvist hefur staðið í stríði við Bókasafnssjóð sem hefur neitað að greiða henni fyrir útlánin bóka eins og öðrum höfundum á þeim forsendum að um dulnefni höfundar er að ræða. Öðru sinni hefur Stella vísað slíku máli til umfjöllunar umboðsmanns Alþingis sem hefur fellt sinn dóm: Slíkum greiðslum ber að koma til Stellu undanbragðalaust. „Nei, ekki nákvæmlega því ég hef ekki fengið tölur frá Bókasafnssjóði um útlán bóka minna fram til 2011,“ segir Stella í samtali við Vísi spurð um það hversu háar fjárhæðir þetta séu sem Bókasafnssjóði hefur tekist að halda frá henni. Stella bætir því við að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst um opinbert kerfi sem gefur árum saman skít í réttindi almenns borgara. Það hefur tekið mig átján ár að ná endanlega rétti mínum í þessu máli. Og ég veit að það hefði aldrei gengið ef ég hefði ekki í tvígang fengið stuðning frá Umboðsmanni Alþingis. Ég stend því í mikilli þakkarskuld við það embætti.“ Stella fagnar því að nú sé komin niðurstaða í málið eftir árangurslausar tilraunir af hennar hálfu til að fá réttláta meðferð hjá sjóðnum. Í fyrra neyddist hún til að kæra framferði sjóðsins öðru sinni. Hún vonar að þetta nýja álit umboðsmanns dugi til að ljúka fimmtán ára baráttu fyrir réttlæti í málinu. Stella lýkur upp miklu lofsorði á Tryggva Gunnarsson umboðsmann og embættið allt, telur það hag allra að styðja það embætti með ráð og dáð en án þess væri réttarstaða almennings gegn kerfisköllum (og konum) innan stjórnkerfisins afar slæm. Umbi hirtir úthlutunarnefndina Undir álit umboðsmanns skrifar Þorgeir Ingi Njálsson og þó hann raði orðum sínum kurteislega saman les hann sjóðsstjórn pistilinn. „Í ljósi þeirrar skýringar úthlutunarnefndarinnar að það hafi þýðingu í þessu sambandi að rithöfundurinn setti sig ekki í samband við nefndina fyrr en árið 2012 bendi ég á að það eitt getur ekki breytt þeirri skyldu sem hvíldi á sjóðsstjórn að leiða til lykta það mál sem hófst með tölvupósti hans í september 2005. Bar úthlutunarnefndinni að haga málsmeðferð sinni í samræmi við þau atvik sem lágu fyrir í málinu og fjalla um erindið sem barst árið 2005 á grundvelli gildandi réttarreglna. Tryggvi Gunnarsson er Umboðsmaður Alþingis. Stella vill hvetja alla til að standa vörð um hann og embættið. Af því leiðir að þegar erindi barst að nýju árið 2012 bar nefndinni að hafa hliðsjón af því að málið hafði ekki verið sett í réttan farveg á sínum tíma og taka afstöðu til þess hvaða þýðingu það hefði fyrir rétt rithöfundarins til greiðslna á því tímabili sem kvörtun hans tekur til,“ skrifar Þorgeir Ingi. Álit hans er að úthlutunarnefndin hafi ekki sýnt fram á að fullnægjandi grundvöllur hafi verið lagður að niðurstöðu hennar í málinu og þar með að ákvörðun hennar hafi verið í samræmi við lög. Skilur ekki hvað þeim gengur til „Ég mælist því til þess að nefndin taki mál rithöfundarins til meðferðar að nýju, komi fram beiðni frá honum um það, og leysi þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hafa verið í álitinu. Jafnframt beini ég því til nefndarinnar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu,“ segir enn fremur. Stella segir að það muni koma í ljós fyrr en síðar hver er að baki dulnefninu. Kannski með 13. bókinni. Furðu sætir að tekist hafi að halda þessu leyndu í allan þennan tíma.Getty/shevtsovy En, hverjir eru það nákvæmlega sem vilja hafa af þér þessar greiðslur og hvað gengur þeim til? Er það Rithöfundasambandið sem stendur á bak við þetta? „Bókasafnssjóður er á vegum menningarmálaráðuneytisins, sem hefur stutt stjórn eða úthlutunarnefnd sjóðsins dyggilega í að hafna eðlilegum kröfum mínum. Sjóðurinn er vistaður á skrifstofu Rithöfundasambandsins sem á fulltrúa í stjórninni og bera því líka nokkra ábyrgð á þessu framferði. Hvers vegna? Ég hef því miður engar skýringar fengið frá þeim aðrar en lagatæknilega fimleika sem Umboðsmaður Alþingis hefur hafnað,“ segir Stella og það fer ekkert á milli mála að henni gremst umrætt framferði sjóðsstjórnar. Furðu lífseig ráðgáta Í vor kom út ný bók eftir Stellu – Morðin í Háskólabíó – þannig að hún er að gera sig gildandi í jólabókaflóðinu. Ekki hefur enn tekist að draga hinn raunverulega höfund eða höfunda fram í dagsljósið þó ýmsir hafi gert tilraun til þess og/eða haft uppi getgátur þar um. Þjóð veit þá þrír vita en leyndardómurinn um hver er að baki höfundarnafninu hefur verið afhjúpaður. Sem verður að teljast merkilegt út af fyrir sig. Eftir því sem Vísir kemst næst má telja þá á fingrum annarrar handar sem vita hver raunverulega stendur á bak við dulnefnið. Hvernig stóð á því að þú ákvaðst í upphafi að skrifa undir dulnefni? „Stella Blómkvist er afar óvenjuleg söguhetja sem segir sögur sínar sjálf í fyrstu persónu. Þetta eru hennar sögur. Hún þarf ekki á öðrum höfundi að halda. Því var það að þegar Stella spratt upp í huga fyrir ansi löngu síðan fannst mér bráðsniðugt að gera hana líka að höfundi eigin sögu. Halldór Guðmundsson, þáverandi útgáfustjóri Máls og menningar, sagði gott ef dulnefnið myndi endast í þrjá mánuði. En þegar næsta saga var klár árið 2000 var enn leynd yfir höfundinum. Við ákváðum því „að halda leiknum áfram“ eins og það var orðað. Það á enn við og Stella hefur til þessa sent frá sér ellefu skáldsögur.“ Stella mun stíga fram í dagsljósið fyrr en síðar Dulnefni eru þekkt fyrirbæri í bókaútgáfu, ýmsir hafa haft þann hátt á í gegnum tíðina að skrifa undir dulnefni en yfirleitt er það nú svo að fram kemur með tíð og tíma hver sá er sem skrifar. Þetta er orðið býsna langur tími. Nýjasta bókin eftir Stellu. Sú 11. í röðinni. Stella segist ætla að stíga fram úr skugganum þegar sú 13. kemur ... kannski. En, af hverju er þér svo mjög í mun að halda því leyndu hver (hverjir?) sá er sem býr að baki nafninu, svo mjög að Umboðsmaður Alþingis þarf að hlutast til um mál sem að þér snúa? „Já, langur tími því fyrsta bókin, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997. Ég sagði í blaðaviðtali fyrir mörgum árum að ég væri til í að rjúfa leyndina þegar ég hefði skrifað síðustu bókina um Stellu Blómkvist. Sá tími er ekki enn kominn.“ En mun einhvern tíma verða afhjúpað hver er að baki nafninu Stella Blómkvist, ef svo, hvenær þá? „Já, það er engin ástæða til annars. Ég hef að undanförnu unnið að ritun handrits sem er eins konar ævisaga söguhetjunnar. Þar verður allt ferlið rakið frá fyrstu hugmynd minni um Stellu Blómkvist til síðasta útgáfudags. Hugmyndin er að leggja með þessum hætti allt á borðið þegar síðasta Stellusagan er komin út.“ Hefur þessi háttur haft fleiri vandkvæði í för með sér önnur en stríð við Bókasafnssjóð? „Ég hef auðvitað þurft að hafna öllum boðum á glæpasagnahátíðir víða um lönd og líka öllum viðtölum við sjónvarpsstöðvar hér og erlendis. En á móti kemur að þetta hefur gefið mér meiri frið til að skrifa bækurnar.“ Stella ánægð með að vera komin á skjáinn Vegur Stellu hefur aukist í seinni tíð og byggðir hafa verið sjónvarpsþættir á bókunum; hvernig horfir það allt við þér? „Fyrsta sjónvarpsröðin um Stellu Blómkvist hefur nú þegar verið sýnd í mörgum löndum, og nú er ný sex þátta röð í undirbúningi. Það skipti sköpum að þeir fundu réttu leikkonuna til að fara með hlutverk Stellu Blómkvist. Heiða Rún stóð sig frábærlega og mun vafalaust gera það einnig í næstu sex þáttum.“ Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins og hann setur það ekki fyrir sig að koma greiðslum Bókasafnssjóðs til Stellu, ef og þegar sjóðurinn gefur sig með að liggja á greiðslunum.visir/jakob Eru einhverjar bækur í vændum frá Stellu Blómkvist? „Já, ég er að ljúka við ritun tólftu sögunnar um Stellu Blómkvist. Sú saga mun væntanlega koma út á næsta ári. Og ég hef þegar lagt drög að þeirri þrettándu. Sem gæti orðið síðasta Stellusagan því þrettán er svo skemmtileg tala. En reynslan hefur kennt mér að maður á aldrei að segja aldrei, svo hver veit, kannski verða þær fleiri,“ segir Stella sem vill eftir sem áður halda spilunum þétt að sér, eins og þar stendur. Hvert svo verður framhald málsins og/eða lyktir liggur ekki ljóst fyrir. Stella telur einsýnt að útgefandi sinn geti komið greiðslum til sín áleiðis líkt og öðru því sem til fellur í tengslum við bækurnar. Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins og hann segir spurður um hugsanlega aðkomu hans og Forlagsins málið vitaskuld á milli Stellu og Bókasafnssjóðs. „Aðkoma Forlagsins verður þó væntanlega sú að taka við greiðslum fyrir hönd hennar og koma þeim áleiðis til hennar, rétt eins og við höfum haft milligöngu um aðrar greiðslur til hennar árum saman.“ Höfundatal Höfundaréttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Bókmenntir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Stella Blómkvist hefur staðið í stríði við Bókasafnssjóð sem hefur neitað að greiða henni fyrir útlánin bóka eins og öðrum höfundum á þeim forsendum að um dulnefni höfundar er að ræða. Öðru sinni hefur Stella vísað slíku máli til umfjöllunar umboðsmanns Alþingis sem hefur fellt sinn dóm: Slíkum greiðslum ber að koma til Stellu undanbragðalaust. „Nei, ekki nákvæmlega því ég hef ekki fengið tölur frá Bókasafnssjóði um útlán bóka minna fram til 2011,“ segir Stella í samtali við Vísi spurð um það hversu háar fjárhæðir þetta séu sem Bókasafnssjóði hefur tekist að halda frá henni. Stella bætir því við að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst um opinbert kerfi sem gefur árum saman skít í réttindi almenns borgara. Það hefur tekið mig átján ár að ná endanlega rétti mínum í þessu máli. Og ég veit að það hefði aldrei gengið ef ég hefði ekki í tvígang fengið stuðning frá Umboðsmanni Alþingis. Ég stend því í mikilli þakkarskuld við það embætti.“ Stella fagnar því að nú sé komin niðurstaða í málið eftir árangurslausar tilraunir af hennar hálfu til að fá réttláta meðferð hjá sjóðnum. Í fyrra neyddist hún til að kæra framferði sjóðsins öðru sinni. Hún vonar að þetta nýja álit umboðsmanns dugi til að ljúka fimmtán ára baráttu fyrir réttlæti í málinu. Stella lýkur upp miklu lofsorði á Tryggva Gunnarsson umboðsmann og embættið allt, telur það hag allra að styðja það embætti með ráð og dáð en án þess væri réttarstaða almennings gegn kerfisköllum (og konum) innan stjórnkerfisins afar slæm. Umbi hirtir úthlutunarnefndina Undir álit umboðsmanns skrifar Þorgeir Ingi Njálsson og þó hann raði orðum sínum kurteislega saman les hann sjóðsstjórn pistilinn. „Í ljósi þeirrar skýringar úthlutunarnefndarinnar að það hafi þýðingu í þessu sambandi að rithöfundurinn setti sig ekki í samband við nefndina fyrr en árið 2012 bendi ég á að það eitt getur ekki breytt þeirri skyldu sem hvíldi á sjóðsstjórn að leiða til lykta það mál sem hófst með tölvupósti hans í september 2005. Bar úthlutunarnefndinni að haga málsmeðferð sinni í samræmi við þau atvik sem lágu fyrir í málinu og fjalla um erindið sem barst árið 2005 á grundvelli gildandi réttarreglna. Tryggvi Gunnarsson er Umboðsmaður Alþingis. Stella vill hvetja alla til að standa vörð um hann og embættið. Af því leiðir að þegar erindi barst að nýju árið 2012 bar nefndinni að hafa hliðsjón af því að málið hafði ekki verið sett í réttan farveg á sínum tíma og taka afstöðu til þess hvaða þýðingu það hefði fyrir rétt rithöfundarins til greiðslna á því tímabili sem kvörtun hans tekur til,“ skrifar Þorgeir Ingi. Álit hans er að úthlutunarnefndin hafi ekki sýnt fram á að fullnægjandi grundvöllur hafi verið lagður að niðurstöðu hennar í málinu og þar með að ákvörðun hennar hafi verið í samræmi við lög. Skilur ekki hvað þeim gengur til „Ég mælist því til þess að nefndin taki mál rithöfundarins til meðferðar að nýju, komi fram beiðni frá honum um það, og leysi þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hafa verið í álitinu. Jafnframt beini ég því til nefndarinnar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu,“ segir enn fremur. Stella segir að það muni koma í ljós fyrr en síðar hver er að baki dulnefninu. Kannski með 13. bókinni. Furðu sætir að tekist hafi að halda þessu leyndu í allan þennan tíma.Getty/shevtsovy En, hverjir eru það nákvæmlega sem vilja hafa af þér þessar greiðslur og hvað gengur þeim til? Er það Rithöfundasambandið sem stendur á bak við þetta? „Bókasafnssjóður er á vegum menningarmálaráðuneytisins, sem hefur stutt stjórn eða úthlutunarnefnd sjóðsins dyggilega í að hafna eðlilegum kröfum mínum. Sjóðurinn er vistaður á skrifstofu Rithöfundasambandsins sem á fulltrúa í stjórninni og bera því líka nokkra ábyrgð á þessu framferði. Hvers vegna? Ég hef því miður engar skýringar fengið frá þeim aðrar en lagatæknilega fimleika sem Umboðsmaður Alþingis hefur hafnað,“ segir Stella og það fer ekkert á milli mála að henni gremst umrætt framferði sjóðsstjórnar. Furðu lífseig ráðgáta Í vor kom út ný bók eftir Stellu – Morðin í Háskólabíó – þannig að hún er að gera sig gildandi í jólabókaflóðinu. Ekki hefur enn tekist að draga hinn raunverulega höfund eða höfunda fram í dagsljósið þó ýmsir hafi gert tilraun til þess og/eða haft uppi getgátur þar um. Þjóð veit þá þrír vita en leyndardómurinn um hver er að baki höfundarnafninu hefur verið afhjúpaður. Sem verður að teljast merkilegt út af fyrir sig. Eftir því sem Vísir kemst næst má telja þá á fingrum annarrar handar sem vita hver raunverulega stendur á bak við dulnefnið. Hvernig stóð á því að þú ákvaðst í upphafi að skrifa undir dulnefni? „Stella Blómkvist er afar óvenjuleg söguhetja sem segir sögur sínar sjálf í fyrstu persónu. Þetta eru hennar sögur. Hún þarf ekki á öðrum höfundi að halda. Því var það að þegar Stella spratt upp í huga fyrir ansi löngu síðan fannst mér bráðsniðugt að gera hana líka að höfundi eigin sögu. Halldór Guðmundsson, þáverandi útgáfustjóri Máls og menningar, sagði gott ef dulnefnið myndi endast í þrjá mánuði. En þegar næsta saga var klár árið 2000 var enn leynd yfir höfundinum. Við ákváðum því „að halda leiknum áfram“ eins og það var orðað. Það á enn við og Stella hefur til þessa sent frá sér ellefu skáldsögur.“ Stella mun stíga fram í dagsljósið fyrr en síðar Dulnefni eru þekkt fyrirbæri í bókaútgáfu, ýmsir hafa haft þann hátt á í gegnum tíðina að skrifa undir dulnefni en yfirleitt er það nú svo að fram kemur með tíð og tíma hver sá er sem skrifar. Þetta er orðið býsna langur tími. Nýjasta bókin eftir Stellu. Sú 11. í röðinni. Stella segist ætla að stíga fram úr skugganum þegar sú 13. kemur ... kannski. En, af hverju er þér svo mjög í mun að halda því leyndu hver (hverjir?) sá er sem býr að baki nafninu, svo mjög að Umboðsmaður Alþingis þarf að hlutast til um mál sem að þér snúa? „Já, langur tími því fyrsta bókin, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997. Ég sagði í blaðaviðtali fyrir mörgum árum að ég væri til í að rjúfa leyndina þegar ég hefði skrifað síðustu bókina um Stellu Blómkvist. Sá tími er ekki enn kominn.“ En mun einhvern tíma verða afhjúpað hver er að baki nafninu Stella Blómkvist, ef svo, hvenær þá? „Já, það er engin ástæða til annars. Ég hef að undanförnu unnið að ritun handrits sem er eins konar ævisaga söguhetjunnar. Þar verður allt ferlið rakið frá fyrstu hugmynd minni um Stellu Blómkvist til síðasta útgáfudags. Hugmyndin er að leggja með þessum hætti allt á borðið þegar síðasta Stellusagan er komin út.“ Hefur þessi háttur haft fleiri vandkvæði í för með sér önnur en stríð við Bókasafnssjóð? „Ég hef auðvitað þurft að hafna öllum boðum á glæpasagnahátíðir víða um lönd og líka öllum viðtölum við sjónvarpsstöðvar hér og erlendis. En á móti kemur að þetta hefur gefið mér meiri frið til að skrifa bækurnar.“ Stella ánægð með að vera komin á skjáinn Vegur Stellu hefur aukist í seinni tíð og byggðir hafa verið sjónvarpsþættir á bókunum; hvernig horfir það allt við þér? „Fyrsta sjónvarpsröðin um Stellu Blómkvist hefur nú þegar verið sýnd í mörgum löndum, og nú er ný sex þátta röð í undirbúningi. Það skipti sköpum að þeir fundu réttu leikkonuna til að fara með hlutverk Stellu Blómkvist. Heiða Rún stóð sig frábærlega og mun vafalaust gera það einnig í næstu sex þáttum.“ Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins og hann setur það ekki fyrir sig að koma greiðslum Bókasafnssjóðs til Stellu, ef og þegar sjóðurinn gefur sig með að liggja á greiðslunum.visir/jakob Eru einhverjar bækur í vændum frá Stellu Blómkvist? „Já, ég er að ljúka við ritun tólftu sögunnar um Stellu Blómkvist. Sú saga mun væntanlega koma út á næsta ári. Og ég hef þegar lagt drög að þeirri þrettándu. Sem gæti orðið síðasta Stellusagan því þrettán er svo skemmtileg tala. En reynslan hefur kennt mér að maður á aldrei að segja aldrei, svo hver veit, kannski verða þær fleiri,“ segir Stella sem vill eftir sem áður halda spilunum þétt að sér, eins og þar stendur. Hvert svo verður framhald málsins og/eða lyktir liggur ekki ljóst fyrir. Stella telur einsýnt að útgefandi sinn geti komið greiðslum til sín áleiðis líkt og öðru því sem til fellur í tengslum við bækurnar. Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins og hann segir spurður um hugsanlega aðkomu hans og Forlagsins málið vitaskuld á milli Stellu og Bókasafnssjóðs. „Aðkoma Forlagsins verður þó væntanlega sú að taka við greiðslum fyrir hönd hennar og koma þeim áleiðis til hennar, rétt eins og við höfum haft milligöngu um aðrar greiðslur til hennar árum saman.“
Höfundatal Höfundaréttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Bókmenntir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira