Viðskipti innlent

1500 færri laus störf en á sama tíma í fyrra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lausum störfum hefur þó fjölgað um 400 frá því á öðrum ársfjórðungi.
Lausum störfum hefur þó fjölgað um 400 frá því á öðrum ársfjórðungi. Vísir/Hanna

Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um þrjú þúsund á þriðja ársfjórðungi 2020 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 204.400 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,5%.

Samanburður við þriðja ársfjórðung 2019 sýnir að lausum störfum hefur fækkað um 1.500 á milli ára en þau voru um 4500 á sama tíma í fyrra. Hlutfall lausra starfa lækkaði um 0,4 prósentustig. Mannaðar stöður eru nú 32.700 færri en á þriðja ársfjórðungi 2019.

Borið saman við annan ársfjórðung 2020 fjölgaði lausum störfum um 400. Fjöldi mannaðra starfa jókst um 5.700 störf á milli ársfjórðunga og hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,2 prósentustig.

Með ársfjórðungi er átt við þriggja mánaða tímabil. Sá þriðji nær yfir júlí, ágúst og september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×