Lífið

36 fermetra sjálfbær útsýnisperla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg hönnun.
Virkilega smekkleg hönnun.

Hjónin Cushla og Richard Thurston byggðu fyrir nokkrum árum 36 fermetra hús með lygilegu útsýni yfir Wellington í Nýja Sjálandi.

Sjálf er Cushla arkitekt og stendur húsið á landi sem var í eigu fjölskyldu hennar. Inni í eigninni er svefnloft og því er gólfplássið nokkuð mikið.

Eignin er sérstaklega smekkleg og vel hönnuð. Þau hjónin nota sólarorku til að fá inn rafmagn og má segja að húsið sé alfarið sjálfbært í rekstri. Einnig er fallegur arinn í miðri stofunni til að fá inn hita yfir vetrartímann.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um þetta fallega smáhýsi á YouTube-síðu Never Too Small.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×