Innlent

For­manns­slagur í Bænda­sam­tökunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búnaðarþing fer fram í Bændahöllinni sem er í sama húsnæði og Hótel Saga.
Búnaðarþing fer fram í Bændahöllinni sem er í sama húsnæði og Hótel Saga. google

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands.

Gunnar býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðrúnu Tryggvadóttur, sauðfjárbónda frá Svartárkoti í Bárðardal sem býður sig einnig fram til áframhaldandi formennsku. Það stefnir því í formannsslag hjá Bændasamtökunum.

 

Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að Gunnar hafi tilkynnt um framboð sitt á Búnaðarþingi síðdegis í dag.  

Samhliða framboði Gunnars til formannsins bjóða eftirfarandi sig fram til stjórnar Bændasamtakanna:

Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð.

Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði.

Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.

Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal.

Að því er fram kemur í frétt RÚV hafa núverandi stjórnamenn ekki gefið upp hvort þeir hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en hægt er að bjóða sig fram allt fram að kosningunum sem fara fram eftir hádegi á  morgun.

Núverandi stjórn skipa, auk Guðrúnar formanns, þau Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður, Lóni II í Kelduhverfi, Gunnar K. Eiríksson, Túnsbergi í Hrunamannahreppi, Guðrún Lárusdóttir, Keldudal í Skagafirði og Eiríkur Blöndal, Jaðri í Borgarbyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×