Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:23 Frá H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife í morgun. Vísir/Lóa Pind Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um sérstakar ráðstafanir en landlæknir hvetur Íslendinga á Tenerife til að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife vegna kórónuveirusmits sem greindist þar í gær. Ítalskur læknir sem greindist með veiruna hafði dvalið á hótelinu í um viku, samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla. Fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst á Ítalíu síðustu daga. Mælst er til þess að íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt fjögur héruð á Norður-Ítalíu viðhafi sóttkví í tvær vikur, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Enginn faraldur geisar á Tenerife Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í samtali við Vísi að ekkert hafi verið ákveðið varðandi ráðstafanir hér á Íslandi vegna sóttkvíarinnar á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. Embættið reyni nú að fá skýrari mynd af stöðunni og þá sé lítið vitað um tilfellið sem greindist á Tenerife. Engin ástæða sé til að ætla að veiran sé í mikilli útbreiðslu þar. Hlutirnir geti þó breyst mjög hratt, líkt og komið hafi í ljós undanfarna daga. Kjartan Hreinn segir að skilaboð embættisins til Íslendinga á Tenerife séu fyrst og fremst að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda á staðnum. Þá sé það skynsamlegt fyrir þetta fólk að tilkynna sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Borgaraþjónustan hafði ekki fengið neinar slíkar tilkynningar þegar Vísir hafði samband við hana nú í morgun. Frá hótelinu í morgun.Vísir/lóa pind Gefin verður út tilkynning frá landlæknisembættinu síðar í dag með leiðbeiningum fyrir farþega sem ferðast hafa til og frá Tenerife. Þá mun embættið setja sig í samband við ferðaskrifstofur sem hafa verið að ferja fólk til Tenerife til að fá upplýsingar um þá sem þar dvelja. „En eins og staðan er núna þá geisar ekki faraldur Covid19 á Tenerife, alls ekki. En þessi sviðsmynd sem blasir við er að breytast mjög hratt,“ segir Kjartan Hreinn. Fylgjast vel með framvindunni Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið í samskiptum við farþegana sem dvelja á hótelinu á Costa Adeje. Hann segir að framhaldið sé í höndum spænskra heilbrigðisyfirvalda. „Við tökum ekki fyrir hendurnar á þeim og fylgjumst vel með framvindunni þar ytra.“ Þráinn kveðst ekki vita hvort að fleiri Íslendingar en þessir sjö dvelji á hótelinu sem um ræðir. Hann segir Vita vera með vél áætlaða til og frá Tenerife á morgun. „Það eru öll flug á áætlun. Það eru náttúrulega hundruð véla sem fljúga til og frá vellinum þarna úti.“ Tvær flugvélar frá Tenerife, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld, eru á áætlun til Keflavíkur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14