Sport

Fyrsta ástralska konan í 36 ár sem kemst í undanúrslit á Opna ástralska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashleigh Barty fagnar sigri í átta manna úrslitunum.
Ashleigh Barty fagnar sigri í átta manna úrslitunum. Getty/TPN

Ashleigh Barty er komin í undanúrslitin á Opna ástralska risamótinu í tennis og það er óhætt að segja að það veki upp mikla kátínu hjá heimamönnum.

Ashleigh Barty vann 7-6 (8-6), 6-2 sigur á Petra Kvitova í morgun og mætir hinni bandarísku Sofia Kenin í undanúrslitum.

Barty er fyrsta ástralska konan í 36 ár sem kemst alla leið í undanúrslitin á Opna ástralska risamótinu.



Sofia Kenin komst í undanúrslitin með því að vinna 6-4, 6-4 sigur á Ons Jabeur frá Túnis.

Síðasta ástralska tenniskonan til að komast svona langt var Wendy Turnbull árið 1984. Hún var líka síðasta ástralska konan til að komast í úrslitaleikinn en það var fjórum árum fyrr.

„Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt,“ sagði Ashleigh Barty sem hefur sett stefnuna á það að verða fyrsta ástralska konan til að vinna síðan Chris O'Neil árið 1978.

„Ég vissi að ég yrði að spila minn besta leik á móti Petru. Sigurinn í fyrsta settinu skipti miklu máli og eins það að byrja vel í setti tvö,“ sagði Barty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×