450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 19:30 Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira