Flugfreyjur kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“ og „stífmálaðar frekjur“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 14:49 Flugfreyjur eiga góðan vin í Flosa Eiríkssyni sem hundskammar ritstjóða á netinu sem hafa verið ósparir á hnjóðsyrði í garð flufreyja sem gera fólki ferðina í háloftum bærilega. visir/vilhelm Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hefur verið stormasöm eins og vart ætti að þurfa að rekja. Sitt sýnist hverjum en nú hefur risið upp flugfreyjum til varnar Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þeim sem hafa kastað skít í flugfreyjur til syndanna í kjarnyrtri færslu á Facebook. Hinar stífmáluðu frekjur Flosi segir að nú sé Flugfreyjufélagið búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá segir hann að með miklum ólíkindum hafi verið að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flosi hefur tekið saman nokkur þeirra ummæla sem hafa orðið á vegi hans, sem menn hafa látið falla, og má það heita athyglisvert út af fyrir sig; hvernig fólk virðist gersamlega hömlulaust í tjáningu sinni á internetinu. Þó fyrir liggi að það sem þar er skrifað heyrir til opinberrar birtingar. „Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeitan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Hellir sér yfir ritsóðana á internetinu Í samantekt Flosa blasir við að þarna er um að ræða málflutning sem vart er boðlegur. Flosi segir fólk hafa lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sinnt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra. „Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er,“ segir Flosi og gefur ekki mikið fyrir vitsmuni ritstóðanna á internetinu. Kjaramál Icelandair Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Kjaradeila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hefur verið stormasöm eins og vart ætti að þurfa að rekja. Sitt sýnist hverjum en nú hefur risið upp flugfreyjum til varnar Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir þeim sem hafa kastað skít í flugfreyjur til syndanna í kjarnyrtri færslu á Facebook. Hinar stífmáluðu frekjur Flosi segir að nú sé Flugfreyjufélagið búið að skrifa (aftur) undir kjarasamning í mjög þröngri og erfiðri stöðu, sem fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá segir hann að með miklum ólíkindum hafi verið að fylgjast með umræðunni undanfarið vegna baráttu þeirra við að verja kjör sín. Flosi hefur tekið saman nokkur þeirra ummæla sem hafa orðið á vegi hans, sem menn hafa látið falla, og má það heita athyglisvert út af fyrir sig; hvernig fólk virðist gersamlega hömlulaust í tjáningu sinni á internetinu. Þó fyrir liggi að það sem þar er skrifað heyrir til opinberrar birtingar. „Flugfreyjur og flugþjónar hafa verið kallaðar „æluþrífarar á háum hælum“, „ónauðsynlegar puntudúkkur“, „stífmálaðar frekjur“ svo nokkuð sé nefnt fyrir utan „hryðjuverkamenn“ „óvinir íslenskrar ferðaþjónustu“, „landráðamenn“ og svo náttúrulega það að þau sýni – „skýran og einbeitan brotavilja að knésetja Icelandair og knýja það í gjaldþrot“. Hellir sér yfir ritsóðana á internetinu Í samantekt Flosa blasir við að þarna er um að ræða málflutning sem vart er boðlegur. Flosi segir fólk hafa lýst yfir sérstakri ánægju með að þeim hafi verið öllum sagt upp og auðvitað geti hver sem er sinnt þessum „ómerkilegu störfum“ og fagnað því að gerð sé ein alvarlegasta atlaga sem lengi hefur sést að verkalýðsfélögum og hlutverki þeirra. „Án efa munu flugfreyjur og flugþjónar sinna sínum störfum af fagmennsku og alúð, eins og ég þekki t.d. af því að ferðast með (mörg) lítil börn. Það er trúlega til of mikils mælst að þau sem hafa talið sig umkomin að kasta ótrúlegum skít í flugfreyjur og þeirra störf, drullist til að skammast sín þegar starfsfólkið um borð gerir allt sem það getur til að gera næstu ferð þeirra eins örugga og þægilega og kostur er,“ segir Flosi og gefur ekki mikið fyrir vitsmuni ritstóðanna á internetinu.
Kjaramál Icelandair Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11