Liverpool lagði Tottenham þrátt fyrir martraðabyrjun Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 18:15 Salah sá um Tottenham vísir/getty Gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun því Harry Kane kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir skoti Heung-Min Son. Í kjölfarið tóku heimamenn öll völd á vellinum en staðan í leikhléi enn 0-1 fyrir Tottenham. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Son algjört dauðafæri til að koma Tottenham í 0-2 en Suður-Kóreumaðurinn setti boltann í slánna eftir að hafa komist framhjá Alisson. Skömmu síðar, eða á 52.mínútu, jafnaði Jordan Henderson metin fyrir Liverpool þegar hann skoraði af harðfylgi. Stíflan brostin og gengu heimamenn á bragðið í kjölfarið. Á 75.mínútu var vítaspyrna dæmd og fór Mo Salah á vítapunktinn. Egyptanum brást ekki bogalistin þar og skoraði það sem reyndist sigurmark Liverpool. Lokatölur 2-1. Liverpool því með sex stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan vandræði Tottenham halda áfram þar sem liðið hefur aðeins 12 stig í 11.sæti deildarinnar. Enski boltinn
Gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun því Harry Kane kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir skoti Heung-Min Son. Í kjölfarið tóku heimamenn öll völd á vellinum en staðan í leikhléi enn 0-1 fyrir Tottenham. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Son algjört dauðafæri til að koma Tottenham í 0-2 en Suður-Kóreumaðurinn setti boltann í slánna eftir að hafa komist framhjá Alisson. Skömmu síðar, eða á 52.mínútu, jafnaði Jordan Henderson metin fyrir Liverpool þegar hann skoraði af harðfylgi. Stíflan brostin og gengu heimamenn á bragðið í kjölfarið. Á 75.mínútu var vítaspyrna dæmd og fór Mo Salah á vítapunktinn. Egyptanum brást ekki bogalistin þar og skoraði það sem reyndist sigurmark Liverpool. Lokatölur 2-1. Liverpool því með sex stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan vandræði Tottenham halda áfram þar sem liðið hefur aðeins 12 stig í 11.sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti