Meistararnir sóttu þrjú stig á Goodison Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2019 18:30 Mahrez skoraði glæsimark í dag vísir/getty Englandsmeistarar Manchester City sóttu þrjú stig á Goodison Park gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton. Gabriel Jesus kom gestunum frá Manchester yfir með skalla af stuttu færi í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna áður en blásið var til hálfleiks með marki frá Dominic Calvert-Lewin. Riyad Mahrez kom City aftur yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og Raheem Sterling innsiglaði sigurinn seint í leiknum. Áður höfðu bæði Calvert-Lewin og Yerry Mina verið nálægt því að jafna aftur fyrir Everton. Leiknum lauk með 3-1 sigri sem var nauðsynlegur fyrir meistarana til þess að halda pressunni á Liverpool, en Manchester City er fimm stigum á eftir Liverpool í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City sóttu þrjú stig á Goodison Park gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton. Gabriel Jesus kom gestunum frá Manchester yfir með skalla af stuttu færi í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna áður en blásið var til hálfleiks með marki frá Dominic Calvert-Lewin. Riyad Mahrez kom City aftur yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og Raheem Sterling innsiglaði sigurinn seint í leiknum. Áður höfðu bæði Calvert-Lewin og Yerry Mina verið nálægt því að jafna aftur fyrir Everton. Leiknum lauk með 3-1 sigri sem var nauðsynlegur fyrir meistarana til þess að halda pressunni á Liverpool, en Manchester City er fimm stigum á eftir Liverpool í deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti