Þægilegt hjá Liverpool á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 13:30 Firmino og Mané fagna einu af þremur mörkum Liverpool í dag. vísir/getty Gestirnir frá Newcastle komu um það bil öllum á óvart þegar þeir komust yfir strax á 7. mínútu leiksins. Þar var að verki vinstri bakvörðurinn Jetro Williams með frábæru marki en hann fíflaði Trent Alexander-Arnold upp úr skónum áður en hann skoraði með þrumuskoti framhjá Adrian í marki Liverpool. Adam var þó ekki lengi í paradís en á 28. mínútu jafnaði Sadio Mané metin með frábæru skoti eftir sendingu Andy Robertson. Mané var svo aftur á ferðinni á 40. mínútu og staðan 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik. Það var svo Egyptinn Mohamed Salah sem gulltryggði sigur heimamanna með marki á 72. mínútu. Lokatölur 3-1 og Liverpool enn á toppi ensku úrvalsdeildinnar með fullt hús stiga. Newcastle United eru hins vegar með fjögur stig að loknum fimm umferðum.@LFC are the first team in English top-division history to win successive games while scoring + goals each time #LIVNEWpic.twitter.com/HRi2c71fTw — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 14, 2019 Enski boltinn
Gestirnir frá Newcastle komu um það bil öllum á óvart þegar þeir komust yfir strax á 7. mínútu leiksins. Þar var að verki vinstri bakvörðurinn Jetro Williams með frábæru marki en hann fíflaði Trent Alexander-Arnold upp úr skónum áður en hann skoraði með þrumuskoti framhjá Adrian í marki Liverpool. Adam var þó ekki lengi í paradís en á 28. mínútu jafnaði Sadio Mané metin með frábæru skoti eftir sendingu Andy Robertson. Mané var svo aftur á ferðinni á 40. mínútu og staðan 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik. Það var svo Egyptinn Mohamed Salah sem gulltryggði sigur heimamanna með marki á 72. mínútu. Lokatölur 3-1 og Liverpool enn á toppi ensku úrvalsdeildinnar með fullt hús stiga. Newcastle United eru hins vegar með fjögur stig að loknum fimm umferðum.@LFC are the first team in English top-division history to win successive games while scoring + goals each time #LIVNEWpic.twitter.com/HRi2c71fTw — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) September 14, 2019
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti