Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Herðubreiðarlindir eru að margra mati einn fegursti staður hálendisins. Fréttablaðið/GVA Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira