Óvænt úrslit í Love Island Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:41 Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island njóta sífellt meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni en í gærkvöldi lauk fimmtu þáttaröðinni með afar óvæntum hætti.Love Island er vinsælasta sjónvarpsefni hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröðin sló áhorfsmet. Á dögunum tilkynntu framleiðendur þáttanna að á næsta ári verði aðdáendum þáttanna boðið upp á tvær þáttaraðir á ári. Þættirnir voru að þessu sinni teknir upp í glæsihýsi á spænsku eyjunni Mallorca. Sigurparið fær 50.000 pund í verðlaun. Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu þáttaröðina af Love Island og vilja alls ekki vita hvernig lokaþátturinn fór þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Áhorfendur þáttanna kusu Amber og Greg í símakosningu í gærkvöldi.Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu. Í margar vikur höfðu veðbankar spáð áhrifavaldinum Molly-Mae Hague og hnefaleikaranum Tommy Fury sigri því þau hafa verið par í 54 daga. Allt kom þó fyrir ekki því Amber Gill og Greg O‘Shea sem eru tiltölulega nýlega búin að kynnast eru sigurvegarar Love Island. Úrslitin virtust koma þeim sjálfum mikið á óvart því Amber rak upp stór augu og sagðist hreint ekki trúa þessu og Greg sagði að þetta væri brjálæði. Amber er bæði snyrtifræðingur og fyrirsæta frá Newcastle en hún er aðeins 21 eins árs. Greg 24 ára ruðningsleikari frá Írlandi. Amber var í þáttunum frá fyrsta tökudegi en það er tiltölulega stutt síðan Greg birtist fyrst í þáttaröðinni, einungis örfáar vikur. Amber var í fyrstu með slökkviliðsmanninum Michael Griffiths en hann fór afar illa með hana þegar hann skyndilega tilkynnti henni, öllum að óvörum, að hann ætlaði að byrja með annarri konu og Amber þyrfti að sigla á önnur mið. Þegar Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, hafði tilkynnt um sigurvegara bað hún Greg og Amber um að draga sitt hvort umslagið en í öðru þeirra var vinningsupphæðin en ekkert í hinu. Greg fékk dró peningaumslagið en sagðist ætla að deila því með nýju kærustunni, Amber. Tommy og Molly-Mae sögðust samgleðjast vinum sínum. Tommy sagði að Amber ætti þetta skilið því hún hefði farið í gegnum mikla erfiðleika í þáttunum. Amber sagði að Greg hefði komið til Mallorca á elleftu stundu, þegar hún hafði gefið upp alla von um ást í glæsihýsinu. Greg hafi mætt á svæðið þegar hún var afar niðurdregin og fengið hana til að brosa á ný.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. 24. júlí 2019 09:23
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21