Innlent

Flækjan á Tenerife að leysast og nýr flugtími fundinn

Andri Eysteinsson skrifar
Hópurinn bíður nú eftir því að komast aftur á Klakann.
Hópurinn bíður nú eftir því að komast aftur á Klakann. Vísir/Kristófer
Allt virðist vera að blessast hjá þeim 167 strandaglópum sem áttu að fljúga heim til Íslands frá Tenerife í gærkvöld. Fundinn hefur verið nýr flugtími, klukkan 22:40 að spænskum tíma í kvöld. Sólarhring eftir að upphaflega flugið átti að fara í loftið. Mbl.is hafði greint frá töfinni í dag.

Einn þeirra fjölmörgu strandaglópa á Tenerife er útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Kristófer segir í samtali við Vísi að öllum farþegum hafi í gær verið boðin hótelgisting. Þá hafi borist tölvupóstur í dag þar sem farþegum hafi verið boðnar 400 evrur í bætur vegna óþægindanna.

Töfin er sögð hafa stafað af vélarbilun í vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli en ekki tókst að finna aðra vél í hennar stað í gærkvöld. Því varð að fresta fluginu og nú sólarhring síðar eru ferðalangarnir á leið til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×