Innlent

Fimm flugslys á síðustu tveimur mánuðum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Fimm flugslys hafa orðið hér á landi það sem af er ári. Til viðbótar eru sjö önnur alvarleg atvik til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Samskiptastjóri samgöngustofu segir atvikaskráningu nýtta til að auka enn frekar flugöryggi hér á landi.

Lögreglan á Suðurlandi fékk á sjötta tímanum í gær tilkynningu um að lítil einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum. Við lendinguna snerist vélin og stöðvaðist á hvolfi. Flugmaðurinn var einn í vélinni og varð ekki meint af samkvæmt upplýsingum.

Það sem af er ári hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið þrjátíu atvikatilkynningar tengdum flugi á sitt borð. Átján þeirra eru minniháttar og verða ekki rannsökuð frekar en hin tólf eru öll skráð alvarleg. Þar af eru fimm þeirra flugslys sem öll hafa orðið á síðustu tveimur mánuðum.

Óvarlegt að draga ályktanir nú

Samskiptastjóri Samgöngustofu segir óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þróuninni á stuttum tíma um hvað valdi þessari þróun eins og staðan sé í dag.

„Flugveður hefur verið afskaplega hagfellt í sumar og það sem af er þessu ári og svo er það líka þannig að í fluginu að fólk hefur mikið verið hvatt til þess að tilkynna um atvik sem að verða, sem að geta verið stór og smá. Atvikaskráning er nýtt í  gagnaöflun hjá Samgöngustofu til þess að læra af þessum atvikum  og til að auka enn þá frekar öryggi í flugi sem nú þegar er mikið og hefur verið lengi, segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.

 


Tengdar fréttir

Rannsókn á flugslysinu við Múlakot miðar vel

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókn á flugslysinu sem varð við Múlakot fyrr í mánuðinum miði mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×