Heimsmeistararnir unnu alla leiki sína og fengu ekki á sig mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 20:45 Bandarísku leikmennirnir fagna marki Lindsey Horan. vísir/getty Heimsmeistarar Bandaríkjanna unnu 0-2 sigur á Svíþjóð í Le Havre í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramóts kvenna í kvöld. Bandaríska liðið mætir því spænska í 16-liða úrslitum HM. Bandaríkin unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum með markatölunni 18-0. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í riðlakeppninni á einu heimsmeistaramóti. Þetta var níundi sigur bandaríska liðsins í röð. Bandaríkin hafa haldið hreinu í átta af níu þessara leikja. Strax á 3. mínútu leiksins í kvöld kom Lindsey Horan bandarísku heimsmeisturunum yfir eftir hornspyrnu. Engin hefur verið jafn snögg að skora á HM í Frakklandi og Horan.2:40 - Lindsey Horan's goal for the USA vs Sweden is the fastest scored at the 2019 Women's World Cup (2 minutes 40 seconds). Eager. #FIFAWWC#SWEUSApic.twitter.com/OYjmjFUkh1 — OptaJoe (@OptaJoe) June 20, 2019 Staðan var 0-1 í hálfleik. Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik komust Bandaríkin í 0-2. Tobin Heath átti þá skot sem fór af Jonnu Andersson og yfir Hedvig Lindahl í sænska markinu. Carli Lloyd fékk dauðafæri undir lokin en Andersson varði skot hennar. Fleiri urðu mörkin ekki og bandarískur sigur staðreynd. Svíar enduðu í 2. sæti riðilsins með sex stig. Svíþjóð mætir Kanada í 16-liða úrslitunum. HM 2019 í Frakklandi
Heimsmeistarar Bandaríkjanna unnu 0-2 sigur á Svíþjóð í Le Havre í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramóts kvenna í kvöld. Bandaríska liðið mætir því spænska í 16-liða úrslitum HM. Bandaríkin unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum með markatölunni 18-0. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í riðlakeppninni á einu heimsmeistaramóti. Þetta var níundi sigur bandaríska liðsins í röð. Bandaríkin hafa haldið hreinu í átta af níu þessara leikja. Strax á 3. mínútu leiksins í kvöld kom Lindsey Horan bandarísku heimsmeisturunum yfir eftir hornspyrnu. Engin hefur verið jafn snögg að skora á HM í Frakklandi og Horan.2:40 - Lindsey Horan's goal for the USA vs Sweden is the fastest scored at the 2019 Women's World Cup (2 minutes 40 seconds). Eager. #FIFAWWC#SWEUSApic.twitter.com/OYjmjFUkh1 — OptaJoe (@OptaJoe) June 20, 2019 Staðan var 0-1 í hálfleik. Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik komust Bandaríkin í 0-2. Tobin Heath átti þá skot sem fór af Jonnu Andersson og yfir Hedvig Lindahl í sænska markinu. Carli Lloyd fékk dauðafæri undir lokin en Andersson varði skot hennar. Fleiri urðu mörkin ekki og bandarískur sigur staðreynd. Svíar enduðu í 2. sæti riðilsins með sex stig. Svíþjóð mætir Kanada í 16-liða úrslitunum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti