Tvö víti björguðu heimsmeisturunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. júní 2019 18:00 vísir/getty Ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkjanna þurftu tvær vítaspyrnur til þess að slá Spánverja úr keppni á HM kvenna í fótbolta. Strax á fimmtu mínútu leiksins braut Mapi Leon af sér innan vítateigs þegar hún tók Tobin Heath niður. Vítaspyrna dæmd, Megan Rapinoe fór á punktinn og skoraði. Spánverjar jöfnuðu hins vegar leikinn á níundu mínútu. Alyssa Naeher átti sendingu út úr marki sínu, stutta á Becky Sauerbrunn. Sauerbrunn var ekki tilbúin í að taka á móti boltanum, Lucia Garcia náði að hirða hann af henni og koma boltanum á Jenni Hermoso sem skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og allt jafnt. Á 71. mínútu fengu Bandaríkin aðra vítaspyrnu þegar Rose Lavelle fór niður eftir snertingu frá Virginia Torrecilla. Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið og fékk Katalin Kulcsar, dómara leiksins, til að fara sjálfa að skjánum á hliðarlínunni og skoða það og eftir langa, langa umhugsun stóð Kulcsar við ákvörðuinina. Rapinoe fór aftur á vítapunktinn og skoraði aftur. Þær bandarísku héldu út og fögnuðu 2-1 sigri. Þær fara áfram í 8-liða úrslitin en Spánverjar eru á heimleið. HM 2019 í Frakklandi
Ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkjanna þurftu tvær vítaspyrnur til þess að slá Spánverja úr keppni á HM kvenna í fótbolta. Strax á fimmtu mínútu leiksins braut Mapi Leon af sér innan vítateigs þegar hún tók Tobin Heath niður. Vítaspyrna dæmd, Megan Rapinoe fór á punktinn og skoraði. Spánverjar jöfnuðu hins vegar leikinn á níundu mínútu. Alyssa Naeher átti sendingu út úr marki sínu, stutta á Becky Sauerbrunn. Sauerbrunn var ekki tilbúin í að taka á móti boltanum, Lucia Garcia náði að hirða hann af henni og koma boltanum á Jenni Hermoso sem skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og allt jafnt. Á 71. mínútu fengu Bandaríkin aðra vítaspyrnu þegar Rose Lavelle fór niður eftir snertingu frá Virginia Torrecilla. Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið og fékk Katalin Kulcsar, dómara leiksins, til að fara sjálfa að skjánum á hliðarlínunni og skoða það og eftir langa, langa umhugsun stóð Kulcsar við ákvörðuinina. Rapinoe fór aftur á vítapunktinn og skoraði aftur. Þær bandarísku héldu út og fögnuðu 2-1 sigri. Þær fara áfram í 8-liða úrslitin en Spánverjar eru á heimleið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti