Ítalía í 16-liða úrslit eftir stórsigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2019 17:45 Girelli fagnar einu þriggja marka sinna. vísir/getty Ítalía tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM kvenna með stórsigri á Jamaíku, 0-5, í Reims í C-riðli í dag. Cristiana Girelli skoraði þrennu fyrir ítalska liðið sem hefur unnið báða leiki sína á HM. Ítalía þurfti að hafa öllu minna fyrir sigrinum í dag en gegn Ástralíu í 1. umferð riðlakeppninnar. Ítalir unnu þann leik, 1-2, og kom sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Eftir 11 mínútna leik í dag fékk Ítalía vítaspyrnu. Girelli fór á punktinn en Sydney Schneider varði spyrnu hennar. Hún var hins vegar kominn af línunni þegar hún varði og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Girelli af öryggi. Á 24. mínútu skoraði Girelli sitt annað mark og það þriðja kom í upphafi seinni hálfleiks. Hún er annar leikmaður Ítalíu sem skorar þrennu á HM.3 - Cristiana Girelli is the second Italian player to score a Women's World Cup hat-trick, after Carolina Morace in 1991 against Chinese Taipei - 10,071 days ago. Myriad. #FIFAWWC#ITApic.twitter.com/wpFjVYhHV4 — OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2019 Á 71. mínútu skoraði varamaðurinn Aurora Galli fjórða mark ítalska liðsins með góðu skoti fyrir utan teig. Skömmu áður hafði Laura Guiliani, markvörður Ítalíu, varið skot Daneishu Blackwood í slána. Tíu mínútum fyrir leikslok slapp Galli inn fyrir vörn Jamaíku, lék á Schneider og skoraði annað mark sitt og fimmta mark Ítalíu. Lokatölur 0-5, Ítölum í vil. Í lokaumferð riðlakeppninnar mætir Ítalía Brasilíu í Valenciennes á meðan Jamaíka og Ástralía eigast við í Grenoble. HM 2019 í Frakklandi
Ítalía tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM kvenna með stórsigri á Jamaíku, 0-5, í Reims í C-riðli í dag. Cristiana Girelli skoraði þrennu fyrir ítalska liðið sem hefur unnið báða leiki sína á HM. Ítalía þurfti að hafa öllu minna fyrir sigrinum í dag en gegn Ástralíu í 1. umferð riðlakeppninnar. Ítalir unnu þann leik, 1-2, og kom sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Eftir 11 mínútna leik í dag fékk Ítalía vítaspyrnu. Girelli fór á punktinn en Sydney Schneider varði spyrnu hennar. Hún var hins vegar kominn af línunni þegar hún varði og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Girelli af öryggi. Á 24. mínútu skoraði Girelli sitt annað mark og það þriðja kom í upphafi seinni hálfleiks. Hún er annar leikmaður Ítalíu sem skorar þrennu á HM.3 - Cristiana Girelli is the second Italian player to score a Women's World Cup hat-trick, after Carolina Morace in 1991 against Chinese Taipei - 10,071 days ago. Myriad. #FIFAWWC#ITApic.twitter.com/wpFjVYhHV4 — OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2019 Á 71. mínútu skoraði varamaðurinn Aurora Galli fjórða mark ítalska liðsins með góðu skoti fyrir utan teig. Skömmu áður hafði Laura Guiliani, markvörður Ítalíu, varið skot Daneishu Blackwood í slána. Tíu mínútum fyrir leikslok slapp Galli inn fyrir vörn Jamaíku, lék á Schneider og skoraði annað mark sitt og fimmta mark Ítalíu. Lokatölur 0-5, Ítölum í vil. Í lokaumferð riðlakeppninnar mætir Ítalía Brasilíu í Valenciennes á meðan Jamaíka og Ástralía eigast við í Grenoble.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti