Heimsmeistararnir auðveldlega í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2019 17:30 Carli Lloyd vísir/getty Bandaríkin fóru auðveldlega inn í 16-liða úrslit HM kvenna með 3-0 sigri á Síle í dag. Ríkjandi heimsmeistararnir hvíldu nokkra lykilleikmenn í leiknum fyrir lokaleik riðlakeppninnar, úrslitaleik um efsta sætið gegn Svíum. Carli Lloyd var ekki ein af þeim sem fékk hvíld og skoraði hún fyrsta mark þeirra bandarísku eftir aðeins 11 mínútur. Með því varð hún fyrst kvenna til að skora í sex leikjum í röð á HM. Julie Ertz tvöfaldaði forystuna og Lloyd bætti við sínu öðru marki áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik gat Lloyd tryggt sér þrennuna en hún brenndi af vítaspyrnu. Lokatölur 3-0 og Bandaríkin sitja ásamt Svíum í efstu tveimur sætum riðilsins með sex stig. HM 2019 í Frakklandi
Bandaríkin fóru auðveldlega inn í 16-liða úrslit HM kvenna með 3-0 sigri á Síle í dag. Ríkjandi heimsmeistararnir hvíldu nokkra lykilleikmenn í leiknum fyrir lokaleik riðlakeppninnar, úrslitaleik um efsta sætið gegn Svíum. Carli Lloyd var ekki ein af þeim sem fékk hvíld og skoraði hún fyrsta mark þeirra bandarísku eftir aðeins 11 mínútur. Með því varð hún fyrst kvenna til að skora í sex leikjum í röð á HM. Julie Ertz tvöfaldaði forystuna og Lloyd bætti við sínu öðru marki áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik gat Lloyd tryggt sér þrennuna en hún brenndi af vítaspyrnu. Lokatölur 3-0 og Bandaríkin sitja ásamt Svíum í efstu tveimur sætum riðilsins með sex stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti