Tyrkir tóku heimsmeistarana í kennslustund Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. júní 2019 20:30 Tyrkir líta ansi vel út vísir/getty Tyrkir ættu að mæta fullir sjálfstrausts til Íslands á morgun þar sem liðið verður með góðan sigur á heimsmeisturum Frakka í farteskinu en Tyrkir áttu ekki í miklum vandræðum með heimsmeistarana í kvöld þegar liðin mættust í Konya. Eftir hálftíma leik kom Kaan Ayhan heimamönnum yfir og skömmu síðar tvöfaldaði Cengiz Under forystuna. Frakkar algjörlega heillum horfnir og hefðu Tyrkir auðveldlega getað bætt við mörkum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 2-0 sigur Tyrkja staðreynd. Tyrkir eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í H-riðli og tróna á toppnum með markatöluna 8-0. Þeir heimsækja Laugardalsvöll á þriðjudag á meðan Frakkar fá Albani í heimsókn. EM 2020 í fótbolta
Tyrkir ættu að mæta fullir sjálfstrausts til Íslands á morgun þar sem liðið verður með góðan sigur á heimsmeisturum Frakka í farteskinu en Tyrkir áttu ekki í miklum vandræðum með heimsmeistarana í kvöld þegar liðin mættust í Konya. Eftir hálftíma leik kom Kaan Ayhan heimamönnum yfir og skömmu síðar tvöfaldaði Cengiz Under forystuna. Frakkar algjörlega heillum horfnir og hefðu Tyrkir auðveldlega getað bætt við mörkum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 2-0 sigur Tyrkja staðreynd. Tyrkir eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í H-riðli og tróna á toppnum með markatöluna 8-0. Þeir heimsækja Laugardalsvöll á þriðjudag á meðan Frakkar fá Albani í heimsókn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti