Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2019 20:45 Origi fagnar markinu sem skaut Liverpool áfram í kvöld. vísir/getty Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir eina ótrúlegustu endurkomu í sögu Meistaradeildarinnar en enska liðið sló Barcelona úr leik í undanúrslitum á Anfield í kvöld. Liverpool tapaði fyrri leiknum á Camp Nou, 3-0, og það voru ekki margir sem bjuggust við endurkomu í kvöld. Einnig var Liverpool án þeirra Mohamed Salah og Roberto Firmino sem glæddi ekki vonir stuðningsmanna þeirra rauðklæddu. Leikurinn byrjaði vel fyrir Liverpool því fyrsta markið kom strax á sjöundu mínútu. Jordi Alba gerði sig sekan um mistök, Jordan Henderson óð inn í teiginn en skot hans var varið. Origi var vakandi, hirti frákastið og kom boltanum í netið. Börsungar voru meira með boltann í fyrri hálfleik og stjórnuðu ferðinni án þess að skapa sér mörg tækifæri. Staðan var því 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja en Liverpool þurfi tvö mörk í viðbót til þess að tryggja sér framlengingu.2 - Both of Georginio Wijnaldum's Champions League goals for Liverpool have come in semi-final matches. Stage. #LIVBAR — OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2019 Á níundu mínútu síðari hálfleiks var röðin komin að Georginio Wijnaldum sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Hann skoraði þá með góðu skoti úr teignum, aftur eftir mistök Jordi Alba. Wijnaldum var ekki hættur. Tveimur mínútum síðar var hann aftur á ferðinni. Frábær fyrirgjöf Xherdan Shaqiri rataði beint á kollinn á Wijnaldum sem stangaði boltann í netið. 3-0 og Liverpool hafði þar með jafnað einvígið. Það var svo ellefu mínútum fyrir leikslok að Origi skoraði markið sem skaut liðinu í úrslitaleikinn. Arnold var fljótur að taka hornspyrnu, leikmenn Barcelona voru steinsofandi og Origi hamraði boltanum í netið. Ótrúlegt mark og ótrúleg endurkoma.Barcelona have suffered their joint-heaviest #UCL defeat in the club's history: • 0-4 vs. Milan (1994) • 0-4 vs. Dynamo Kiev (1997) • 0-4 vs. Bayern (2013) • 0-4 vs. PSG (2017) • 0-4 vs. Liverpool (2019) Humbled on Merseyside. pic.twitter.com/wAYAzcvN6l — Squawka Football (@Squawka) May 7, 2019 Þetta er annað árið í röð þar sem Barcelona er hent út úr Meistaradeildinni á svipaðan máta en í fyrra féll liðið úr leik í fjórðungsúrslitum gegn Roma, þrátt fyrir að hafa unnið fyrri leikinn, 4-1. Roma vann síðari leikinn, 3-0, og komst áfram á útivallamarkareglunni. Liverpool er komið í úrslitaleikinn í þriðja skipti skipti síðan 2007 og annað árið í röð. Leikurinn fer fram 1. júní á Spáni en mótherjinn verður annað hvort Tottenham eða Ajax. Meistaradeild Evrópu
Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir eina ótrúlegustu endurkomu í sögu Meistaradeildarinnar en enska liðið sló Barcelona úr leik í undanúrslitum á Anfield í kvöld. Liverpool tapaði fyrri leiknum á Camp Nou, 3-0, og það voru ekki margir sem bjuggust við endurkomu í kvöld. Einnig var Liverpool án þeirra Mohamed Salah og Roberto Firmino sem glæddi ekki vonir stuðningsmanna þeirra rauðklæddu. Leikurinn byrjaði vel fyrir Liverpool því fyrsta markið kom strax á sjöundu mínútu. Jordi Alba gerði sig sekan um mistök, Jordan Henderson óð inn í teiginn en skot hans var varið. Origi var vakandi, hirti frákastið og kom boltanum í netið. Börsungar voru meira með boltann í fyrri hálfleik og stjórnuðu ferðinni án þess að skapa sér mörg tækifæri. Staðan var því 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja en Liverpool þurfi tvö mörk í viðbót til þess að tryggja sér framlengingu.2 - Both of Georginio Wijnaldum's Champions League goals for Liverpool have come in semi-final matches. Stage. #LIVBAR — OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2019 Á níundu mínútu síðari hálfleiks var röðin komin að Georginio Wijnaldum sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Hann skoraði þá með góðu skoti úr teignum, aftur eftir mistök Jordi Alba. Wijnaldum var ekki hættur. Tveimur mínútum síðar var hann aftur á ferðinni. Frábær fyrirgjöf Xherdan Shaqiri rataði beint á kollinn á Wijnaldum sem stangaði boltann í netið. 3-0 og Liverpool hafði þar með jafnað einvígið. Það var svo ellefu mínútum fyrir leikslok að Origi skoraði markið sem skaut liðinu í úrslitaleikinn. Arnold var fljótur að taka hornspyrnu, leikmenn Barcelona voru steinsofandi og Origi hamraði boltanum í netið. Ótrúlegt mark og ótrúleg endurkoma.Barcelona have suffered their joint-heaviest #UCL defeat in the club's history: • 0-4 vs. Milan (1994) • 0-4 vs. Dynamo Kiev (1997) • 0-4 vs. Bayern (2013) • 0-4 vs. PSG (2017) • 0-4 vs. Liverpool (2019) Humbled on Merseyside. pic.twitter.com/wAYAzcvN6l — Squawka Football (@Squawka) May 7, 2019 Þetta er annað árið í röð þar sem Barcelona er hent út úr Meistaradeildinni á svipaðan máta en í fyrra féll liðið úr leik í fjórðungsúrslitum gegn Roma, þrátt fyrir að hafa unnið fyrri leikinn, 4-1. Roma vann síðari leikinn, 3-0, og komst áfram á útivallamarkareglunni. Liverpool er komið í úrslitaleikinn í þriðja skipti skipti síðan 2007 og annað árið í röð. Leikurinn fer fram 1. júní á Spáni en mótherjinn verður annað hvort Tottenham eða Ajax.