Fótbolti

Miðasalan á heimaleiki íslenska landsliðsins hefst í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á síðasta EM.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á síðasta EM. Getty/Lars Baron
Fyrstu heimaleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2020 fara fram í júní en það verður hægt að byrja kaupa miða í hádeginu í dag.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að miðasalan á heimaleik A-landsliðs karla við Albaníu hefst klukkan 12.00 i dag, þriðjudag en á morgun hefjist síðan miðasalan á heimaleikinn við Tyrkland. Miðasalan á Tyrklandsleikinn hefst einnig klukkan 12.00.





Það er mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að klára heimaleiki sína í þessari undankeppni en gott gengi á Laugardalsvelli í síðustu undankeppnum hefur skilað íslenska landsliðinu inn á tvö stórmót í röð.

Þessir fyrstu leikir eru á móti skeinuhættum mótherjum, Albönum og Tyrkjum, sem hafa reynslu af því frá síðustu árum að spila í Laugardalnum.

Það má búast við að miðarnir á leikina geti selst fljótt enda hefur verið uppselt á keppnisleiki karlalandsliðsins undanfarin ár.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um miðasöluna.

Ísland-Albanía

Laugardalsvelli

Laugardaginn 8. júní kl. 13:00

Miðasala hefst þriðjudaginn 5. mars kl. 12:00

https://tix.is/is/event/7259/island-albania/

Ísland-Tyrkland

Laugardalsvelli

Þriðjudaginn 11. júní kl. 18:45

Miðasala hefst miðvikudaginn 6. mars kl. 12:00

https://tix.is/is/event/7260/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×