Lífið

Innlit í tíu milljarða villu í Los Angeles

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega glæsileg eign.
Einstaklega glæsileg eign.
Bel Air hverfið í Los Angeles er eitt það allra dýrasta og vinsælasta hverfi heims. Fasteignasölufyrirtækið Williams & Williams Estates setti á dögunum inn myndband af einni dýrustu eign hverfisins en um er að ræða villu við Sarbonne götuna í borginni.

Ásett verð er 88 milljónir dollara eða því sem samsvarar tíu milljarða íslenskra króna. Húsið er 2322 fermetrar að stærð en útisvæðið við eignina er 1858 fermetrar.

Í húsinu eru átta svefnherbergi en það er hannað á þann máta að hægt sé að sjá ótrúlegt útsýni yfir Los Angeles borg úr hverju herbergi.

Í húsinu má einnig finna fullbúið bíohús, spa, leiktækjasal, og risabílskúr með bílalyftu þar sem hægt er að stafla bílum ofan á hvorn annan.

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir eignina vel. Þín fyrir litla tíu milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×