Fótbolti

Stigahæsta lið Meistaradeildarinnar kom úr óvæntri átt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesus Corona og félagar í FC Porto voru flottir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár.
Jesus Corona og félagar í FC Porto voru flottir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Vísir/Getty
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er endanlega ljóst hvaða sextán lið keppa um Meistaradeildarbikarinn eftir áramót.

Það er fróðlegt að skoða aðeins betur lokastöðurnar í riðlinum og hvaða félag fékk fleiri stig en öll önnur lið.

Stigahæsta lið Meistaradeildarinnar kom úr óvæntri átt eða frá Portúgal.

Porto náði í 16 stig í D-riðlinum en Portúgalarnir voru reyndar í riðli með Schalke 04, Galatasaray og Lokomotiv Moskvu.





Porto vann fimm af sex leikjum sínum eða alla leiki nema þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Schalke 04 í fyrstu umferð. Porto kemur því á fimm leikja sigurgöngu inn í sextán liða úrslitin.

Porto liðið skoraði alls fimmtán mörk í leikjunum sex en það þýðir að aðeins Paris Saint Germain (17 mörk) og Manchester City (16 mörk) skoruðu meira.

Flest stig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2018-19:

16 - Porto

14 - Barcelona

14 - Bayern München

13 - Manchester City

13 - Borussia Dortmund

13 - Atlético Madrid

12 - Juventus

12 - Real Madrid

12 - Ajax

Flest mörk skoruð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2018-19:

17 - Paris Saint Germain

16 - Manchester City

15 - Porto

15 - Bayern München

14 - Barcelona

12 - Real Madrid

12 - Lyon

Fæst mörk fengin á sig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2018-19:

2 - Borussia Dortmund

4 - Schalke 04

4 - Juventus

4 - Manchester United

5 - Club Brugge

5 - Napoli

5 - Bayern München

5 - Ajax

5 - Real Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×