Fótbolti

Þýskt þema hjá öllum ensku liðunum nema Man. United sem mætir PSG

Óskar Ófeigur Jónsson og Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifa
Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í vor.
Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í vor. Vísir/Getty
Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain.

Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi.

Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain.

Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München.

Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund.

Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi.

Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.

Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar:

Schalke 04 - Manchester City

Atlético Madrid - Juventus

Manchester United - Paris Saint-Germain   

Tottenham - Borussia Dortmund

Lyon - Barcelona

Roma - Porto

Ajax - Real Madrid

Liverpool - Bayern München






Fleiri fréttir

Sjá meira
×