Fótbolti

Ísland byrjar í Andorra og endar í Moldóvu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi verður hvergi sjáanlegur í þetta sinn en í hans stað koma Paul Pogba og Antoine Griezmann
Messi verður hvergi sjáanlegur í þetta sinn en í hans stað koma Paul Pogba og Antoine Griezmann vísir/vilhelm
Ísland hefur leik á útivelli gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 í fótbolta.

Knattspyrnusamband Evrópu er búið að gefa út leikjaniðurröðun keppninnar samkvæmt frétt RÚV en dregið var í riðla fyrr í dag.

Ísland getur ekki byrjað keppnina á heimavelli því hún hefst í mars og Laugardalsvöllur óleikhæfur á þeim tíma.

Íslenski hópurinn byrjar á auðveldasta andstæðingnum, á pappírnum, en fer svo á erfiðasta útivöllinn og sækir heimsmeistara Frakka heim. Landfræðilega séð ætti þessi niðurröðun þó að vera nokkuð þægileg fyrir Ísland því Andorra er á landamærum Frakklands og Spánar.

Í júní fær Ísland tvo heimaleiki og einn í september. Síðustu tveir heimaleikir Íslands verða í október, 11. október gegn Frökkum og Andorra 14. október.

Liðið endar svo undankeppnina á útivelli af sömu ástæðu og það byrjar hana þar, líkurnar á að Laugardalsvöllur sé ónothæfur eru það miklar að ekki er hætt á að skipuleggja leik þá. Síðustu leikirnir eru við Tyrki og Moldóvu

Leikir Íslands í undankeppninni:

22. mars 2019 í Andorra

25. mars í Frakklandi

8. júní heima gegn Albaníu

11. júní heima gegn Tyrklandi

7. september heima gegn Moldóvu

10. september í Albaníu

11. október heima gegn Frakklandi

14. október heima gegn Andorra

14. nóvember í Tyrklandi

17. nóvember í Moldóvu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×