Lífið

Barn á leiðinni og tæplega hundrað milljóna króna raðhús komið á sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björt og Birgir færa sig um set.
Björt og Birgir færa sig um set.
Fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir og eiginmaður hennar Birgir Viðarsson hafa sett eign sína við Hvassaleiti á sölu og er ásett verð 96 milljónir.

Frá þessu greinir hún á Facebook en einnig segir Björt frá því að hjónin eigi von á sínu fimmta barni á næsta ári.

Um er að ræða fallegt og vel hannað raðhús með bílskúr á góðum stað í Hvassaleitinu. Húsið var byggt árið 1962 og er eignin alls um 250 fermetrar að stærð.

Fasteignamat raðhússins er rúmlega 70 milljónir en alls eru fimm svefnherbergi í húsinu og 3 baðherbergi.

Í stofunni er fallegur arinn sem hlaðinn er úr Drápuhlíðargrjóti. Hér að neðan má sjá myndir úr eign hjónanna.

Fallegt raðhús með palli í garðinum.
Arinn og falleg stofa í Hvassaleitinu.
Húsið er á nokkrum pöllum og er hönnunin einstaklega falleg.
Smekklegt baðherbergi.
Borðstofan er virkilega falleg, björt og smekkleg.
Fallegt eldhús þar sem haldið er í gamla og smekklega hönnun.
Saunaklefi er í kjallaranum.
Í kjallaranum er minni íbúð sem hægt er að leigja út.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×