Fótbolti

Besiktas mun ekki standa í vegi fyrir Guti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verður Guti hluti af næsta þjálfarateymi Real Madrid?
Verður Guti hluti af næsta þjálfarateymi Real Madrid? vísir/getty
Fikret Ormal, forseti Besiktas í Tyrklandi, segir að félagið muni ekki standa í vegi fyrir Guti komi upp sú staða að krafta hans yrði óskað hjá Real Madrid.

Guti er sagður ofarlega á lista yfir mögulega arftaka Julen Lopetegui en framtíð hans virðist hanga á bláþræði og framundan er mikilvægur leikur gegn Barcelona sem gæti skorið úr um framtíð Lopetegui.

„Þeir hafa ekki talað við okkur ennþá en við myndum glaðir hleypa Guti í þetta verkefni ef Real Madrid óskar eftir honum. Það væri fallegt að sjá hann snúa aftur til Madridar og hann myndi standa sig vel þar. Þess vegna erum við mjög ánægðir að hafa hann hjá okkur,“ segir forsetinn.

Guti er aðstoðarmaður Senol Gunes hjá Besiktas en hann hóf störf þar síðastliðið sumar eftir að hafa þjálfað yngri lið Real Madrid frá árinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×