Fótbolti

Greiddi 110 milljón króna sekt fyrir að brjóta vodkaflösku á höfði annars manns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vidal í leik með Bayern.
Vidal í leik með Bayern. vísir/getty
Veskið hjá knattspyrnukappanum Arturo Vidal varð aðeins þynnra í dag er þýskur dómstóll dæmdi hann til þess að greiða ansi væna sekt.

Vidal lék með Bayern er líkamsárásin átti sér stað í Þýskalandi en spilar nú með Barcelona. Dómstóllinn í Bæjararlandi sektaði hann um 80 daga laun sem ku vera 110 milljónir króna. Ansi veglegt.

Vidal var sakfelldur ásamt bróður sínum fyrir að ráðast á mann á næturklúbbi í München. Litli bróðir þurfti aðeins að greiða 2,4 milljónir króna enda ekki alveg á sömu launum.

Knattspyrnukappinn braut vodkaflösku á höfði fórnarlambsins. Vidal hefði getað fengið langan fangelsisdóm en slapp með þessa háu sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×