Fótbolti

Klopp: Vorum of oft út úr skipulaginu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp var eðlilega ekki sáttur
Klopp var eðlilega ekki sáttur vísir/getty
Jurgen Klopp sagði leikmenn Liverpool vera of oft út úr skipulagi í tapinu fyrir Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lorenzo Insigne skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.

„Við áttum okkar augnablik, en of oft var skipulagið ekki rétt og við vorum að hreyfa okkur í vitlaus svæði. Vinna miðjumannanna var nær ómöguleg,“ sagði Klopp eftir tapið.

„Maður verður að halda rónni í svona kringumstæðum en við vorum of stressaðir á boltanum.“

„0-0 á útivelli eru ágæt úrslit en við gerðum mistök þegar þeir ná að skora. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem við gefum svona mark.“

Napólí fór á topp riðilsins með sigrinum, Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki líkt og PSG.

„Stundum hlupu Firmino og Mane of lengi með boltann. Þegar það gerist náum við ekki að skapa. Miðjumennirnir og bakverðirnir reyndu að fara fram en við töpuðum boltanum og þurftum að fara til baka.“

„Það var mikil ákefð í leiknum, en við sköpuðum hana sjálfir. Í kvöld vorum við ekki eins góðir og við getum verið,“ sagði Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×