Spánverjar skoruðu sex á silfurliðið frá því á HM

Spánverjar fagna í kvöld.
Spánverjar fagna í kvöld. vísir/getty
Spánverjar gerðu sér lítið fyrir og burstuðu silfurliðið frá því á HM í sumar, Króatíu, 6-0 í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Spánverjar voru í raun með flugeldasýningu í kvöld. Eftir 35 mínútur var staðan orðin 3-0 með mörkum Saul Niguez, Marco Asensio og sjálfsmarki Lovre Kalinic.

Varnarleikurinn brunarúst hjá liðinu sem var í úrslitaleiknum gegn Frakklandi fyrr á þessu ári en handbragð Luis Enrique greinilega komið á spænska liðið.

Þeir bættu svo við þremur mörkum í síðari hállfeik. Rodrigo, Sergio Ramos og Isco gerðu eitt mark hver og lokatölur 6-0 rótburst Spánverja. Það er því ekki bara Ísland sem tapar 6-0 í Þjóðadeildinni.

Spánverjar eru því með sex stig í riðli 4 í A-deildinni en þeir unnu 2-1 sigur á Englendingum í fyrsta leiknum. England og Króatía mætast svo í október er Þjóðadeildin fer aftur í gang.

Bosnía og Hersegóvína vann 1-0 sigur á Austurríki í B-riðlinum og Finnland og Ungverjaland unnu sigra í C-deildinni. Lúxemborg vann San Marínó 3-0 í D-deildinni og Moldóva og Hvíta-Rússland gerðu jafntefli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira