Fótbolti

Fara Xhaka og Shaqiri í bann fyrir arnarfagnið?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka fagnar marki sínu á föstudaginn.
Xhaka fagnar marki sínu á föstudaginn. vísir/getty
FIFA er byrjað að rannsaka fögn Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri, leikmanna Sviss, er þeir skoruðu gegn Serbíu í 2-1 sigri á HM á föstudaginn.

Báðir leikmennirnir eru frá Kósóvó en Serbar herjuðu á landið árið 1999 í mikilli hernaðaraðgerð. Þeir eiga einnig fjölskyldutengsl til Albaníu og voru lengi vel með albanskt ríkisfang.

Eftir að þeir skoruðu á föstudaginn fögnuðu þeir með að búa til arnarmerki en þjóðfáni Albaníu er með þessum tiltekna erni. Þar sýndu þeir sínu heimalandi stuðning.

Stuðningsmenn Serbíu tóku afar illa í þetta og bauluðu vel á báða Xhaka og Shaqiri en það er ljóst að þetta þýddi mikið fyrir þá því fögnuðurinn var mikill.

„Þetta eru bara tilfinningar. Ég er mjög ánægður með að skora. Það er ekki meira en það. Ég held að við þurfum ekki að tala meira um þetta núna,” sagði Shaqiri en FIFA hefur tekið annan pól í hæðina.

Þeir eru byrjaðir að rannsaka fögn Xhaka og Shaqiri en einnig eru stuðningsmenn Serba til skoðunar sem og þjálfari Serba, Mladen Krstjaic, sem lét ljót ummæli falla eftir leikinn beint að Shaqiri og Xhaka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×