Lífið

Víkingaklappið í FIFA slær í gegn en strákarnir sumir ólíkir sjálfum sér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veislan hefst þann 16. júní í Moskvu.
Veislan hefst þann 16. júní í Moskvu.
Nú er hægt að nálgast sérstaka HM-viðbót í vinsæla tölvuleiknum FIFA og er íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í leiknum.

Víkingaklappið leikur stórt hlutverk í nýjustu viðbótinni en Ísland mætir Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM en fyrsti leikurinn er 16. júní gegn Argentínu í Moskvu.

Hér má sjá liðið fagna sigri á Króötum á leikvanginum í Rostov við Don.



Á þeim tæpa sólarhring sem hægt hefur verið að spila HM-viðbót FIFA hafa tugir netverja sett inn myndbönd af Víkingaklappandi Íslendingum. Í leiknum taka strákarnir okkar oftast víkingaklappið þegar þeir vinna sæta sigra. 

Neðar í fréttinni má sjá hvernig nokkrir leikmenn landsliðsins líta út í leiknum en í viðbótinni var íslenska liðið einnig uppfært:

Landsliðsfyrirliðinn okkar, Aron Einar Gunnarsson.
Ragnar Sigurðsson. Úff. Þetta er ekki gott.
Hefðu kannski átt að skoða Birki Bjarnason örlítið betur.
Gylfi Sigurðsson er okkar frægasti leikmaður og því nær FIFA honum nokkuð vel.
Hannes Þór Halldórsson lítur einfaldlega ekki svona út.
Kári Árnason er ekkert sérstaklega vel heppnaður.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er ekki mjög líkur sjálfum sér.
Jóhann Berg Guðmundsson er líklega sá besti af strákunum okkar. FIFA gjörsamlega neglir hann.
Alfreð er mjög góður og nokkuð vel heppnaður í FIFA.

Tengdar fréttir

Persónuleg sambönd Guðna komu Íslandi í FIFA 18

Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu.

EA Sports hafði samband við KSÍ vegna FIFA 18

Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hafði samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um viðræður um að íslenska landsliðið yrði með í næstu útgáfu af tölvuleiknum vinsæla FIFA 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×