Sport

„Hönnuðurinn er annað hvort pervert eða grínisti“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandarísku stúlkurnar á ísnum.
Bandarísku stúlkurnar á ísnum. vísir/afp
Það er grínlaust fullt af fólki í Bandaríkjunum stórhneykslað á búningum bandaríska landsliðsins í spretthlaupi á skautum.

Það verður að viðurkennast að búningarnir eru ansi sérstakir þar sem athyglinni er óneitanlega bent að kynfærasvæði keppendanna.





Það er Under Armour sem hannar þessa búninga og fyrirtækið segir ástæðuna fyrir þessa vera sú að annað efni sé í búningnum þarna. Efni sem minnkar núning um 65 prósent og léttir þar af leiðandi líf íþróttafólksins. Hvort þetta efni sé aðeins til í einum lit er enn á huldu.

Það var mikil pressa á Under Armour að koma með alvöru búninga fyrir leikana núna því í Sotsjí fyrir fjórum árum síðan fékk bandaríska liðið engin verðlaun og íþróttafólkið hataði búninganna. Hreinlega hætti að nota búningana því þeir voru ekki nægilega þægilegir.





Hvort sem það eru búningarnir eða eitthvað annað þá hefur gengið mun betur hjá bandaríska liðinu í Suður-Kóreu en í Rússlandi.





Strákarnir flottir í búningnum.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×