Boston vann á flautukörfu í nótt: „Vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á Super Bowl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 07:30 Al Horford fagnar sigurkörfunni með félögum sínum í Boston Celtics. Vísir/Getty NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Atlanta Hawks snéri nær töpuðum leik í sigur á móti New York Knicks í Madison Square Garden, Giannis Antetokounmpo meiddist en liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks kláruðu samt dæmið á móti Brooklyn Nets og þá vann hið unga lið Los Angeles Lakers einn athyglisverðasta sigur sinn í vetur.Al Horford var hetja Boston-liðsins í TD Garden í Boston því hann tryggði liðinu 97-96 sigur á Portland Trail Blazers með flautukörfu. Boston fólkið gat því drifið sig heim til að sjá annað lið frá Boston, New England Patriots, spila í Super Bowl. „Við vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á SuperBowl,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics, en var þá þegar búinn að setja upp New England Patriots húfu. „Al hlýtur að líða svolítið eins og Tom Brady í dag,“ bætti Stevens við brosandi. Al Horford var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Sigurkörfuna skoraði hann með skoti af frekar löngu færi fallandi frá körfunni. Það var enginn Kyrie Irving í liði Boston til að klára þetta í lokin en bakvörðurinn missti af sínum þriðja leik í röð. Jayson Tatum var með 17 stig og Jaylen Brown skoraði 16 stig. C.J. McCollum skoraði mest fyrir Portland eða 22 stig og Damian Lillard var með 21 stig en hitti aðeins úr 6 af 10 skotum. Lillard skoraði samt átta síðustu stig Portland þar á meðal þriggja stiga körfu 7,2 sekúndum fyrir leikslok sem hefði verið sigurkarfa ef ekki hefði komið til hetjudáða Al Horford.Það var sameinað átak hjá byrjunarliðsmönnum Los Angeles Lakers í 108-104 útisigri á Oklahoma City Thunder. Allir skoruðu þeir á bilinu 13 stig til 20 stig og tóku á bilinu 5 til 11 fráköst. Miðherjinn Brook Lopez var stigahæstur með 20 stig, Julius Randle skoraði 19 stig, Brandon Ingram var með 16 stig og Josh Hart skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Síðasti byrjunarliðsmaðurinn var Kentavious Caldwell-Pope sem skoraði 13 stig. Jordan Clarkson kom síðan með 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Brandon Ingram svo gott sem kláraði leikinn með því að verja þriggja stiga skottilraun frá Carmelo Anthony og gefa síðan stoðsendingu fyrir hraðaupphlaupskörfu hjá Julius Randle í beinu framhaldi. Lakers komst þá tíu stigum yfir, 107-97, þegar 68 sekúndur voru eftir. Thunder klóraði aðeins í bakkann en leikurinn var tapaður. Russell Westbrook var með 36 stig og 9 stoðsendingar fryir OKC og Paul George skoraði 26 stig. Carmelo Anthony var með 10 stig og 13 fráköst en klikkaði á 10 af 13 skotum sínum og gaf ekki eina stoðsendingu á 34 mínútum.New York Knicks missti frá sér nánast unninn leik á heimavelli á móti Atlanta Hawks. Atlanta vann leikinn 99-96 en New York var fjórum stigum yfir þegar aðeins 67 sekúndur voru eftir af leiknum. Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 6,7 sekúndum fyrir leikslok en hann var atkvæðamestur hjá Atlanta-liðinu með 19 stig. „Ég trúi því bara ekki að við höfum tapað þessum leik. Þetta var hundrað prósent okkar leikur,“ sagði Kristaps Porzingis og bætti við: „Við erum ekki enn komnir saman sem eitt lið. Við höldum áfram að tapa svona leikjum,“ sagði Porzingis pirraður en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig.Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en það kom ekki að sök í 109-94 sigri Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði með 16 stig og 8 fráköst en þeir Eric Bledsoe (28 stig og 6 stoðsendingar) og John Henson (19 stig og 18 fráköst) áttu báðir mjög góðan leik.Úrslitin úr öllum NBA-leikjunum í nótt: Phoenix Suns - Charlotte Hornets 110-115 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 104-108 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 97-96 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-109 New York Knicks - Atlanta Hawks 96-99 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 101-86 NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Atlanta Hawks snéri nær töpuðum leik í sigur á móti New York Knicks í Madison Square Garden, Giannis Antetokounmpo meiddist en liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks kláruðu samt dæmið á móti Brooklyn Nets og þá vann hið unga lið Los Angeles Lakers einn athyglisverðasta sigur sinn í vetur.Al Horford var hetja Boston-liðsins í TD Garden í Boston því hann tryggði liðinu 97-96 sigur á Portland Trail Blazers með flautukörfu. Boston fólkið gat því drifið sig heim til að sjá annað lið frá Boston, New England Patriots, spila í Super Bowl. „Við vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á SuperBowl,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics, en var þá þegar búinn að setja upp New England Patriots húfu. „Al hlýtur að líða svolítið eins og Tom Brady í dag,“ bætti Stevens við brosandi. Al Horford var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Sigurkörfuna skoraði hann með skoti af frekar löngu færi fallandi frá körfunni. Það var enginn Kyrie Irving í liði Boston til að klára þetta í lokin en bakvörðurinn missti af sínum þriðja leik í röð. Jayson Tatum var með 17 stig og Jaylen Brown skoraði 16 stig. C.J. McCollum skoraði mest fyrir Portland eða 22 stig og Damian Lillard var með 21 stig en hitti aðeins úr 6 af 10 skotum. Lillard skoraði samt átta síðustu stig Portland þar á meðal þriggja stiga körfu 7,2 sekúndum fyrir leikslok sem hefði verið sigurkarfa ef ekki hefði komið til hetjudáða Al Horford.Það var sameinað átak hjá byrjunarliðsmönnum Los Angeles Lakers í 108-104 útisigri á Oklahoma City Thunder. Allir skoruðu þeir á bilinu 13 stig til 20 stig og tóku á bilinu 5 til 11 fráköst. Miðherjinn Brook Lopez var stigahæstur með 20 stig, Julius Randle skoraði 19 stig, Brandon Ingram var með 16 stig og Josh Hart skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Síðasti byrjunarliðsmaðurinn var Kentavious Caldwell-Pope sem skoraði 13 stig. Jordan Clarkson kom síðan með 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Brandon Ingram svo gott sem kláraði leikinn með því að verja þriggja stiga skottilraun frá Carmelo Anthony og gefa síðan stoðsendingu fyrir hraðaupphlaupskörfu hjá Julius Randle í beinu framhaldi. Lakers komst þá tíu stigum yfir, 107-97, þegar 68 sekúndur voru eftir. Thunder klóraði aðeins í bakkann en leikurinn var tapaður. Russell Westbrook var með 36 stig og 9 stoðsendingar fryir OKC og Paul George skoraði 26 stig. Carmelo Anthony var með 10 stig og 13 fráköst en klikkaði á 10 af 13 skotum sínum og gaf ekki eina stoðsendingu á 34 mínútum.New York Knicks missti frá sér nánast unninn leik á heimavelli á móti Atlanta Hawks. Atlanta vann leikinn 99-96 en New York var fjórum stigum yfir þegar aðeins 67 sekúndur voru eftir af leiknum. Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 6,7 sekúndum fyrir leikslok en hann var atkvæðamestur hjá Atlanta-liðinu með 19 stig. „Ég trúi því bara ekki að við höfum tapað þessum leik. Þetta var hundrað prósent okkar leikur,“ sagði Kristaps Porzingis og bætti við: „Við erum ekki enn komnir saman sem eitt lið. Við höldum áfram að tapa svona leikjum,“ sagði Porzingis pirraður en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig.Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en það kom ekki að sök í 109-94 sigri Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði með 16 stig og 8 fráköst en þeir Eric Bledsoe (28 stig og 6 stoðsendingar) og John Henson (19 stig og 18 fráköst) áttu báðir mjög góðan leik.Úrslitin úr öllum NBA-leikjunum í nótt: Phoenix Suns - Charlotte Hornets 110-115 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 104-108 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 97-96 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-109 New York Knicks - Atlanta Hawks 96-99 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 101-86
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum