Sport

Allt sem þú þarft að vita um Ísland á Ólympíuleikunum í PyeongChang

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þátttakendur Íslands á vetrarólympíuleikunum fyrir átta árum.
Þátttakendur Íslands á vetrarólympíuleikunum fyrir átta árum. Vísir/Getty
Það eru aðeins þrír dagar þangað til að vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu verða settir.

Skíðasamband Íslands hefur tekið saman helsti upplýsingar sem er gott að hafa verið höndina þegar kemur að 23. vetrarólympíuleikunum.

Vetrarólympíuleikarnir verða settir formlega með setningarathöfn 9. febrúar klukkan átta að staðartíma eða klukkan ellefu að íslenskum tíma.

Tímamunur á milli S-Kóreu og Íslands er þannig að Suður Kórea er níu klukkustundum á undan Íslandi.

Mótshaldari hefur reynt eins og hægt er að stilla upp þægilegri tímum fyrir Evrópu og tekst það þokkalega í skíðagöngu en í alpagreinum er verið að keppa að nóttu til á íslenskum tíma.

Mótsstaðir eru í um 700 til 1000 metrum yfir sjávarmáli og því um mjög fína hæð að ræða, ekki of hátt og ekki of lágt.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvenær íslensku keppendurnar eru að keppa á Ólympíuleikunum.



Keppnisdagar hjá íslensku þátttakendunum (tímar miðast við íslenskan tíma)

    9. feb - Setningarhátíð - kl. 11:00

    11. feb - 30 km skiptiganga - Snorri Einarsson - kl. 06:15

    12. feb - Stórsvig kvenna - Freydís Halla Einarsdóttir - kl. 01:15 / 04:45

    13. feb - Sprettganga karla - Isak Stianson Pedersen - kl. 08:30

    14. feb - Svig kvenna - Freydís Halla Einarsdóttir - kl. 01:15 / 04:45

    15. feb - 10 km ganga með frjálsri aðferð - Elsa Guðrún Jónsdóttir - kl. 06:30

    16. feb - 15 km ganga með frjálsri aðferð - Snorri Einarsson - kl. 06:00

    18. feb - Stórsvig karla - Sturla Snær Snorrason - kl. 01:15 / 04:45

    22. feb - Svig karla - Sturla Snær Snorrason - kl. 01:15 / 04:45

    24. feb - 50 km ganga með hefðbundinni aðferð - Snorri Einarsson - kl. 05:00

    25. feb - Lokahátíð - kl. 11:00






Fleiri fréttir

Sjá meira


×