Innlent

Sósíal­istar halda á­fram um­ræðu um sveitar­stjórnar­fram­boð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sósíalistaþing, aðalþing Sósíalistaflokks Íslands, fór fram í gær í Rúgbrauðsgeðinni Borgartúni 6
Sósíalistaþing, aðalþing Sósíalistaflokks Íslands, fór fram í gær í Rúgbrauðsgeðinni Borgartúni 6 Sósíalistaflokkur Íslands
Félagar Sósíalistaflokks Íslands hyggjast halda áfram umræðu um mögulegt framboð flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum

Sósíalistaþing, aðalþing Sósíalistaflokks Íslands, fór fram í gær í Rúgbrauðsgeðinni Borgartúni 6. Þingið markar lok stofnunar flokksins, sem var formlega stofnaður á verkalýðsdaginn 1. maí síðastliðinn.

Á þinginu voru samþykkt ný lög flokksins, niðurstöður málefnavinnu og þá voru 39 félagar kosnir í þrjár sjálfstæðar stjórnir sem vinna í umboði sósíalistaþingsins.

Áfram var rætt um mögulegt framboð Sósíalistaflokksins til sveitarstjórnakosninga í vor. Á heimasíðu flokksins kemur fram að margir flokksmenn vilji bjóða fram og telja flokkinn eiga brýnt erindi í sveitarstjórnir. Umræða um mögulegt framboð mun því halda áfram.


Tengdar fréttir

Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum

Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×