Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 11. janúar 2018 13:30 Það helliringdi í Indónesíu í dag Mynd/KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. Það var gaman að sjá unga stráka fá tækifærið í dag og enn skemmtilegra að svo margir þeirra hafi náð að opna markareikninga sína með íslenska A-landsliðinu. Andri Rúnar Bjarnason, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum en þeir voru allir að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið í þessum leik. Andri Rúnar skoraði í sínum fyrsta landsleik, þetta var þriðji leikur Kristjáns Flóka, fjórði leikur Óttars Magnúsar, annar leikur Tryggva Hrafns, sjötti leikur Hjartar og sjöundi leikur Hólmars. Þrír þeirra komu inná sem varamenn. Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrsta markið með hjólhestaspyrnu í fyrri hálfleik en sautján mínútum fyrr hafði hann látið verja frá sér vítaspyrnu. Kristján Flóki Finnbogason kom inná sem varamaður fyrir Andra Rúnar í hálfleik og var búinn að kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tvær mínútur. Óttar Magnús Karlsson kom inná sem varamaður á 63. mínútu og var búinn að skora aðeins þremur mínútum síðar. Tryggvi Hrafn Haraldsson endurtók leikinn skömmu síðar, skoraði með sinni fyrstu snertingu skömmu eftir að hafa komið inná völlinn. Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson komu líka á blað á lokakaflanum en báðir skoruðu með skalla. Albert Guðmundsson skoraði ekki í leiknum en var allt í öllu í sóknarleiknum og kom að fimm af sex mörkum íslenska liðsins í dag. Hann fékk hinsvegar nokkur færi til að skora en hafði ekki heppnina með sér. Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir í þessum leik þrátt fyrir að Heimir Hallgrímsson hafi teflt fram mörgum ungum og óreyndum leikmönnum í þessum leik. Íslenska liðið tók völdin snemma leiks og var búið að fá nokkur færi þegar Albert Guðmundsson fiskaði vítaspyrnu á 13. mínútu. Andri Rúnar Bjarnason fór á punktinn en markvörður Indónesíu varði frá honum. Andri Rúnar bætti fyrir það á 30. mínútu þegar hann skoraði með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu eftir að fyrirgjöf Alberts Guðmundssonar hafi skapað hættu. Varnarmaður Indónesíu var næstum því búinn að skora sjálfsmark en Andri Rúnar var fljótur að hugsa og skoraði frábært mark. Fljótlega eftir markið fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Aðstæðurnar urðu þar með erfiðari með hverri mínútunni sem leið. Seinni hálfleik var nýbyrjaður þegar varamaðurinn Kristján Flóki Finnbogason skallaði inn aukaspyrnu Arnórs Ingva Traustasonar. Heimir endurtók leikinn seinna í hálfleiknum því bæði Óttar Magnús Karlsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson voru nýkomnir inná þegar þeir skoruðu. Albert Guðmundsson átti stoðsendinguna á þá í báðum mörkunum.Gera þurfti hlé á leiknum vegna þrumuveðurs og allan seinni hálfleikinn voru stóru pollar út um allan völl. Það gerði öllum mjög erfitt fyrir að spila alvöru fótbolta á vellinum. Íslensku miðverðirnir ætluðu hinsvegar báðir að vera með í markaskoruninni og bæði Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu skallamörk eftir föst leikatriði, Hjörtur eftir langt innkast en Hólmar eftir aukaspyrnu. Albert lagði upp mark Hólmars og var því búinn að koma að fimm mörkum íslenska liðsins í leiknum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu. 11. janúar 2018 14:52 Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. Það var gaman að sjá unga stráka fá tækifærið í dag og enn skemmtilegra að svo margir þeirra hafi náð að opna markareikninga sína með íslenska A-landsliðinu. Andri Rúnar Bjarnason, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum en þeir voru allir að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið í þessum leik. Andri Rúnar skoraði í sínum fyrsta landsleik, þetta var þriðji leikur Kristjáns Flóka, fjórði leikur Óttars Magnúsar, annar leikur Tryggva Hrafns, sjötti leikur Hjartar og sjöundi leikur Hólmars. Þrír þeirra komu inná sem varamenn. Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrsta markið með hjólhestaspyrnu í fyrri hálfleik en sautján mínútum fyrr hafði hann látið verja frá sér vítaspyrnu. Kristján Flóki Finnbogason kom inná sem varamaður fyrir Andra Rúnar í hálfleik og var búinn að kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tvær mínútur. Óttar Magnús Karlsson kom inná sem varamaður á 63. mínútu og var búinn að skora aðeins þremur mínútum síðar. Tryggvi Hrafn Haraldsson endurtók leikinn skömmu síðar, skoraði með sinni fyrstu snertingu skömmu eftir að hafa komið inná völlinn. Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson komu líka á blað á lokakaflanum en báðir skoruðu með skalla. Albert Guðmundsson skoraði ekki í leiknum en var allt í öllu í sóknarleiknum og kom að fimm af sex mörkum íslenska liðsins í dag. Hann fékk hinsvegar nokkur færi til að skora en hafði ekki heppnina með sér. Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir í þessum leik þrátt fyrir að Heimir Hallgrímsson hafi teflt fram mörgum ungum og óreyndum leikmönnum í þessum leik. Íslenska liðið tók völdin snemma leiks og var búið að fá nokkur færi þegar Albert Guðmundsson fiskaði vítaspyrnu á 13. mínútu. Andri Rúnar Bjarnason fór á punktinn en markvörður Indónesíu varði frá honum. Andri Rúnar bætti fyrir það á 30. mínútu þegar hann skoraði með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu eftir að fyrirgjöf Alberts Guðmundssonar hafi skapað hættu. Varnarmaður Indónesíu var næstum því búinn að skora sjálfsmark en Andri Rúnar var fljótur að hugsa og skoraði frábært mark. Fljótlega eftir markið fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Aðstæðurnar urðu þar með erfiðari með hverri mínútunni sem leið. Seinni hálfleik var nýbyrjaður þegar varamaðurinn Kristján Flóki Finnbogason skallaði inn aukaspyrnu Arnórs Ingva Traustasonar. Heimir endurtók leikinn seinna í hálfleiknum því bæði Óttar Magnús Karlsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson voru nýkomnir inná þegar þeir skoruðu. Albert Guðmundsson átti stoðsendinguna á þá í báðum mörkunum.Gera þurfti hlé á leiknum vegna þrumuveðurs og allan seinni hálfleikinn voru stóru pollar út um allan völl. Það gerði öllum mjög erfitt fyrir að spila alvöru fótbolta á vellinum. Íslensku miðverðirnir ætluðu hinsvegar báðir að vera með í markaskoruninni og bæði Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson skoruðu skallamörk eftir föst leikatriði, Hjörtur eftir langt innkast en Hólmar eftir aukaspyrnu. Albert lagði upp mark Hólmars og var því búinn að koma að fimm mörkum íslenska liðsins í leiknum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu. 11. janúar 2018 14:52 Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39
Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu. 11. janúar 2018 14:52
Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37
Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15
Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39