Umfjöllun: Indónesía - Ísland 1-4 | Albert lét vita af sér með þrennu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. janúar 2018 14:15 Mynd/KSÍ Albert Guðmundsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrri hálfleik vináttulandsleiks Íslands og Indónesíu í dag. Hann bætti svo við tveimur mörkum í viðbót og fullkomnaði þrennuna, kominn með þrjú landsliðsmörk í þremur A-landsliðsleikjum. Arnór Smárason skoraði einnig fyrir Ísland sem vann leikinn 4-1. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur hjá íslenska liðinu. Spurning hvort þeir hafi mögulega vanmetið andstæðinginn aðeins, en þeir voru að mæta miklu sterkara liði nú heldur en í fyrri leiknum á fimmtudag þegar liðið var valið af almenningi. Liðinu gekk illa að stilla sig saman og þrátt fyrir að þeir hafi haft boltann meira þá var það indónesíska liðið sem ógnaði markinu meira. Heimamenn í Indónesíu komust yfir á 29. mínútu þegar Rúnar Alex Rúnarsson gerði sig sekan um stór mistök í markinu. Fyrirgjöf inn í teiginn sem leit út fyrir að vera léttur æfingabolti fyrir Rúnar, en hann náði ekki að grípa boltann svo hann féll til jarðar og Ilham Udin Armayn var fyrstur til þess að bregðast við og kom boltanum í netið. Albert jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki þegar uppbótartími fyrri hálfleiks var við það að fjara út. Hann slapp þá einn inn fyrir vörn Indónesíu og var kominn í góða stöðu einn á móti marki. Andritany Ardhiyasa varði frá honum í markinu, en Albert gerði vel í að fylgja skotinu eftir og kláraði frákastið í netið. Íslensku strákarnir komu mun sterkari út í seinni hálfleikinn, en Heimir Hallgrímsson gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. Indónesíska liðið átti vart marktækifæri fyrsta hálftímann í seinni hálfleik á meðan íslenska liðið, og þá sérstaklega Albert, lék á alls oddi. Arnór Smárason kom Íslandi yfir á 58. mínútu eftir að Óttar Magnús Karlsson hafði skallað boltann í þverslánna og frákastið datt fyrir fætur Arnórs í teignum. Þá hafði Ísland átt gott færi aðeins nokkrum mínútum áður þegar markvörður Indónesíu lék listir sínar og varði boltann með skallanum. Á 65. mínútu var brotið á Alberti innan vítateigs og hann fór sjálfur á punktinn. Hann tók vítið með stæl, beið eftir að markmaður Indónesíu valdi sér horn og lagði boltann svo hægt og rólega í hitt hornið. Það liðu svo aðeins sex mínútur þar til Albert fullkomnaði þrennuna með frábæru einstaklingsmarki. Hann fékk boltann við miðlínu, tók á sprettinn og gerði lítið úr varnarmönnum Indónesíu með því að spóla upp allan vallarhelming þeirra og leggja boltann svo í fjærhornið. 4-1 fyrir Ísland. Eftir síðasta markið hægðist aðeins á íslenska liðinu og það indónesíska átti fleiri marktækifæri á síðustu tíu mínútunum en allan seinni hálfleikinn fram að því. Það kom þó ekki að sök, Rúnar Alex þurfti bara að fá aðeins að bæta upp fyrir mistök sín fyrr í leiknum með nokkrum vörslum. Það sem stendur upp úr eftir þennan leik er án efa frammistaða Alberts. Hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr og ef Phillip Cocu var að horfa þá vonandi gefur hann honum fleiri tækifæri hjá PSV. Heimir Hallgrímsson var allavega að horfa og verður að teljast mjög líklegt að Albert fái sæti í næstu landsliðsverkefnum og gæti bankað all verulega á dyrnar inn í HM hópinn. Felix Örn Friðriksson þreytti frumraun sína í byrjunarliði landsliðsins í dag og stóð sig með prýði, en hann fékk að spila allan leikinn. Þá voru Aron Sigurðarson og Arnór Smárason mjög ferskir á miðjunni og spiluðu vel. Í heildina var þetta nokkuð góður leikur hjá íslenska liðinu og nýttu flestir kærkomið tækifæri til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum. HM 2018 í Rússlandi
Albert Guðmundsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í fyrri hálfleik vináttulandsleiks Íslands og Indónesíu í dag. Hann bætti svo við tveimur mörkum í viðbót og fullkomnaði þrennuna, kominn með þrjú landsliðsmörk í þremur A-landsliðsleikjum. Arnór Smárason skoraði einnig fyrir Ísland sem vann leikinn 4-1. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur hjá íslenska liðinu. Spurning hvort þeir hafi mögulega vanmetið andstæðinginn aðeins, en þeir voru að mæta miklu sterkara liði nú heldur en í fyrri leiknum á fimmtudag þegar liðið var valið af almenningi. Liðinu gekk illa að stilla sig saman og þrátt fyrir að þeir hafi haft boltann meira þá var það indónesíska liðið sem ógnaði markinu meira. Heimamenn í Indónesíu komust yfir á 29. mínútu þegar Rúnar Alex Rúnarsson gerði sig sekan um stór mistök í markinu. Fyrirgjöf inn í teiginn sem leit út fyrir að vera léttur æfingabolti fyrir Rúnar, en hann náði ekki að grípa boltann svo hann féll til jarðar og Ilham Udin Armayn var fyrstur til þess að bregðast við og kom boltanum í netið. Albert jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki þegar uppbótartími fyrri hálfleiks var við það að fjara út. Hann slapp þá einn inn fyrir vörn Indónesíu og var kominn í góða stöðu einn á móti marki. Andritany Ardhiyasa varði frá honum í markinu, en Albert gerði vel í að fylgja skotinu eftir og kláraði frákastið í netið. Íslensku strákarnir komu mun sterkari út í seinni hálfleikinn, en Heimir Hallgrímsson gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. Indónesíska liðið átti vart marktækifæri fyrsta hálftímann í seinni hálfleik á meðan íslenska liðið, og þá sérstaklega Albert, lék á alls oddi. Arnór Smárason kom Íslandi yfir á 58. mínútu eftir að Óttar Magnús Karlsson hafði skallað boltann í þverslánna og frákastið datt fyrir fætur Arnórs í teignum. Þá hafði Ísland átt gott færi aðeins nokkrum mínútum áður þegar markvörður Indónesíu lék listir sínar og varði boltann með skallanum. Á 65. mínútu var brotið á Alberti innan vítateigs og hann fór sjálfur á punktinn. Hann tók vítið með stæl, beið eftir að markmaður Indónesíu valdi sér horn og lagði boltann svo hægt og rólega í hitt hornið. Það liðu svo aðeins sex mínútur þar til Albert fullkomnaði þrennuna með frábæru einstaklingsmarki. Hann fékk boltann við miðlínu, tók á sprettinn og gerði lítið úr varnarmönnum Indónesíu með því að spóla upp allan vallarhelming þeirra og leggja boltann svo í fjærhornið. 4-1 fyrir Ísland. Eftir síðasta markið hægðist aðeins á íslenska liðinu og það indónesíska átti fleiri marktækifæri á síðustu tíu mínútunum en allan seinni hálfleikinn fram að því. Það kom þó ekki að sök, Rúnar Alex þurfti bara að fá aðeins að bæta upp fyrir mistök sín fyrr í leiknum með nokkrum vörslum. Það sem stendur upp úr eftir þennan leik er án efa frammistaða Alberts. Hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr og ef Phillip Cocu var að horfa þá vonandi gefur hann honum fleiri tækifæri hjá PSV. Heimir Hallgrímsson var allavega að horfa og verður að teljast mjög líklegt að Albert fái sæti í næstu landsliðsverkefnum og gæti bankað all verulega á dyrnar inn í HM hópinn. Felix Örn Friðriksson þreytti frumraun sína í byrjunarliði landsliðsins í dag og stóð sig með prýði, en hann fékk að spila allan leikinn. Þá voru Aron Sigurðarson og Arnór Smárason mjög ferskir á miðjunni og spiluðu vel. Í heildina var þetta nokkuð góður leikur hjá íslenska liðinu og nýttu flestir kærkomið tækifæri til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum.