Fótbolti

Tölurnar segja að þetta sé leiðinlegasta landsleikjahlé sögunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítölum mistókst að skora í leikjunum tveimur gegn Svíum og verða ekki með á HM í fyrsta sinn síðan 1958.
Ítölum mistókst að skora í leikjunum tveimur gegn Svíum og verða ekki með á HM í fyrsta sinn síðan 1958. vísir/getty
Það væri synd að segja að umspilsleikirnir um sæti á HM hafi verið skemmtilegir.

Svíþjóð tryggði sér sæti á HM í Rússlandi með því að gera 0-0 jafntefli við Ítalíu á útivelli í gær.

Þetta var sjötti leikurinn í umspilinu í röð sem endar með markalausu jafntefli.

Ekkert mark hefur verið skorað í umspilinu síðan Jakob Johansson skoraði fyrir Svía gegn Ítölum á föstudaginn.

Síðan hafa liðin í umspilinu leikið í níu og hálfan klukkutíma án þess að skora.

Aðeins sjö mörk hafa verið skoruð í sjö leikjum í umspilinu í Evrópuhluta undankeppninnar. Fimm þeirra komu í 4-1 sigri Króatíu á Grikklandi í fyrri leik liðanna. Johansson skoraði sem áður sagði fyrir Svía og þá skoraði Ricardo Rodríguez eina markið í fyrri leik Sviss og N-Írlands úr vítaspyrnu.

Þá var ekkert mark skorað í fyrri leikjum Hondúras og Ástralíu og Nýja-Sjálands og Perú.


Tengdar fréttir

Markalaust er Sviss komst á HM

Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.

HM eða heimsendir

Það vantar ekki dramatíkina á forsíðu ítalska blaðsins La Gazzetta dello Sport í dag.

Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands

Í fyrsta skipti síðan 1958 verður ítalska landsliðið ekki með á HM í knattspyrnu. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á San Siro í kvöld og Svíar vinna því einvígið, 1-0, og fara til Rússlands.

Bragðdauft jafntefli er Króatía komst á HM

Það var fátt um fína drætti er Grikkland tók á móti Króatíu í seinni leik liðanna í umspili upp á sæti á HM en það verða Króatar sem verða meðal þátttökuþjóða á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×