Fótbolti

Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór
Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli.

Sjá einnig:Fjölmiðlar um allan heim fjalla um sögulegt afrek Íslands: „Fótboltaævintýri Íslands heldur áfram“

Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum.

Þar komu þeir meðal annars inn á hversu frábærir Íslendingar væru í því að fá það besta út úr leikmönnum liðsins. Við værum ekki með bestu leikmenn í heimi en þeir væru stórir, sterkir og skipulaggðir og stundum fleytir það þér langt.

Það að vinna riðilinn, en ekki bara dröslast inn í gegnum umspil er frábært, og Ísland á skilið að vera í Rússlandi næsta sumar.

Myndbrot úr þættinum má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

Ísland á HM │ Gæsahúðarmyndband

Ísland braut í kvöld blað í fótboltasögunni og varð minnsta þjóð í heimi til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistarmóts

Sigur að tapa bara 2-1 fyrir Íslandi

Ísland varð í gærkvöld minnsta þjóð sögunnar til þess að komast í lokakeppni heimsmeistaramóts. Þetta afrek fór ekki framhjá neinum í fótboltaheiminum og hafa nokkrar stórstjörnur tekið til Twitter og óskað Íslendingum til hamingju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×