Fótbolti

Twellman trylltist á ESPN: „Vandræðalegt að Ísland komst á HM en ekki Bandaríkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Taylor Twellman átti ekki orð.. eða reyndar mörg.
Taylor Twellman átti ekki orð.. eða reyndar mörg. mynd/skjáskot
Taylor Twellman, fyrrverandi landsliðsmaður Bandaríkjanna í fótbolta sem starfar sem sparkspekingur ESPN í dag, bilaðist í beinni á þriðjudagskvöldið þegar Bandaríkin töpuðu 2-1 fyrir Trínidad og Tóbagó og misstu af sæti á HM 2018.

Hann átti ekki orð yfir hroka bandarísku leikmannanna og hversu ótrúlega lélegt liðið var í undankeppninni. Þá benti hann á að Ísland komst á HM í Rússlandi en það er jafnstórt og sumar borgir í Bandaríkjunum.

„Ísland er jafnstórt og Corpus Christi í Texas og Anaheim í Kaliforníu. Þar fundu menn réttu leiðina. Ef Bandaríkin geta ekki fundið út úr þessum vanda höfum við ekkert að gera þarna,“ sagði Twellman.

„Ísland er ekki stærra en Corpus Christi í Texas. Ég verð að endurtaka þetta því þetta er svo ótrúlegt. Hvernig geta Bandaríkin ekki leyst þennan vanda í sinni undankeppni?“

„Ég skil að við erum ekki með Messi og við erum ekki með nógu gott lið til að vinna Argentínu núna. Það er í fínu lagi en við eigum að komast á hvert einasta heimsmeistaramót. Þetta var vandræðalegt kvöld,“ sagði Taylor Twellman.

Twellman tekur tryllinginn um Ísland frá 6:35-7:12 í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×