Fótbolti

Arda Turan: Gæti orðið sögulegur leikur á móti Íslandi

Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar
Arda Turan, fyrirliði Tyrklands.
Arda Turan, fyrirliði Tyrklands. vísir/getty
Arda Turan, fyrirliði tyrkneska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á sigur á móti Íslandi í kvöld þegar liðin mætast í undankeppni HM 2018.

Ísland vann fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli en Tyrkirnir eru mun betri þegar að þeir spila heima. Þeir unnu Króata, 1-0, í síðasta leik hér í landi.

Arda, sem spilar með Barcelona, hefur lítið fengið að spila með Börsungum og er ekki besta leikforminu en hann segir andlega þáttinn mikilvægari en þann líkamlega fyrir svona leik.

„Staðan er erfið en þetta var líka svona hjá mér fyrir EM 2016 og þar stóð ég mig vel. Stundum er líka andlegi undirbúningurinn mikilvægi en sá líkamlegi og fyrir mér er þessi leikur þannig. Þetta gæti orðið sögulegur leikur og því mun ég leggja mig allan fram hvort sem ég get spilað 90 mínútur eða ekki,“ segir Arda.

„Markmiðið okkar er að vinna Íslands og fara svo til Finnlands þar sem andrúmsloftið verður eins og í úrslitaleik. Ég trúi því að við getum unnið Ísland,“ segir Arda Turan.


Tengdar fréttir

Enginn að fara fram úr sér

Strákarnir okkar hefja lokasprettinn í átt að HM 2018 í Rússlandi í kvöld er þeir mæta Tyrkjum í brjálaðri stemningu í Eskisahir. Góðar fréttir af fyrirliðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×