Fótbolti

Hættir með landslið Kósóvó eftir leikinn gegn Íslandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Albert Bunjaki fyrir leik Kósóvó gegn Tyrklandi á dögunum.
Albert Bunjaki fyrir leik Kósóvó gegn Tyrklandi á dögunum. Vísir/getty
Leikur Íslands gegn Kósóvó þann 9. október næstkomandi verður síðasti leikur Albert Bunjaki sem þjálfari landsliðs Kósóvó en forseti knattspyrnusambands Kósóvó staðfesti þetta á dögunum.

Kósóvó er í riðli með íslenska liðinu í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018 en þetta er í fyrsta skiptið sem Kósóvó tekur þátt í undankeppni fyrir stórmót.

Eftir að hafa fengið stig í fyrsta leik gegn Finnum úti hefur ekki fengið stig eftir það í næstu sjö leikjum.

Hefur liðið aðeins skorað tvö mörk og fengið á sig á sama tíma nítján mörk en liðið var aðeins tíu mínútum frá því að ná jafntefli gegn Króatíu á dögunum.

Fadil Vokrri, forseti knattspyrnusambands Kósóvó, segir að hann hafi samþykkt að stíga til hliðar til að hleypa nýjum manni að sem muni taka við eftir leikinn gegn Íslandi í Laugardalnum en liðið mætir fyrst Úkraínu á heimavelli þann 6. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×