Fótbolti

Stærsta tap Noregs í 45 ár | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norska karlalandsliðið í fótbolta beið sinn stærsta ósigur í 45 ár þegar það steinlá fyrir heimsmeisturum Þýskalands, 6-0, í Stuttgart í C-riðli undankeppni HM í kvöld.



Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur og voru 4-0 yfir í hálfleik.

Strákarnir hans Lars Lagerbäck unnu Aserbaísjan á föstudaginn en það var fyrsti sigur þeirra undir stjórn Svíans. Norðmenn sáu hins vegar aldrei til sólar í kvöld.

Eins og áður sagði er tapið í kvöld stærsta tap norska landsliðsins í 45 ár, eða síðan það tapaði 9-0 fyrir Hollandi 1. nóvember 1972. Stærsta tap í sögu norska landsliðsins kom hins vegar í október 1917 þegar það tapaði 12-0 fyrir Dönum.

Noregur er með sjö stig í fimmta og næstneðsta sæti C-riðils. Norska liðið hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2000.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×