„Það er alltaf verið að útmála okkur sem einhverja helvítis rasista“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. september 2017 14:00 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins sem bauð í fyrsta sinn fram í Alþingiskosningunum í fyrra. Flokkurinn fékk 3,5 prósent fylgi sem skilar ríkisstyrk en ekki manni á þing. Vísir/Stefán Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að flokkurinn muni ekki leggja áherslu á útlendingamál í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segir að flokkurinn stefni á að bjóða fram í næstu Alþingiskosningum og hefur hún hugsað sér að láta þá af störfum í borginni, nái flokkurinn manni inn í vor. Inga segir pólitíska andstæðinga dreifa rógburði um flokkinn og að ekkert sé til í því að flokkurinn ali á andúð í garð útlendinga. Flokkur fólksins var hástökkvarinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem kynntur var í byrjun vikunnar en flokkurinn mælist nú með tæp 11 prósent á landsvísu. „Það er alltaf verið að útmála okkur sem einhverja helvítis rasista, ég tek ekki þátt í því lengur. Ég tek ekki þátt í þessum ljótu ummælum og lygum um mig til dæmis á netinu hjá einhverju fólki. Það verður að vera hjá því en ég tek ekki þátt í þessu. Við erum að berjast gegn fátækt og spillingu og það er nú það sem er,“ segir Inga í samtali við Vísi. Hún segir að breytt reglugerð dómsmálaráðherra um meðferð útlendingamála nái utan um það sem hún hafi talað fyrir, en í henni er veitt heimild til að hraða málsmeðferð eins og unnt er. „Þá er átt við málsmeðferð fyrir hælisleitendur sem eru að koma hér frá öruggum svæðum. Það er það sem ég tala fyrir og það er eðli málsins samkvæmt akkúrat þannig sem regluverkið virkar. Aldrei nokkurn tímann hefur Flokkur fólksins talað um að hann vilji ekki taka á móti fólki sem er að flýja neyð þó svo að það sé verið að bera það á torg úti um allt að það sé það sem ég er að gera. Það er ósatt.“Segist ekki etja hópum saman Rætt var við Ingu á Útvarpi Sögu á mánudag. Þar sagði hún að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara. Eldri borgarar hefðu ekki ráð á því að leita sér læknishjálpar á sama tíma og hælisleitendur fái ókeypis tannlæknaþjónustu.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um útlendingamálvísir/stefánAðspurð neitar hún því að hún sé með þessum ummælum að stilla upp samfélagshópum á móti hvorum öðrum. Hún segir að ríkisstjórnin sé að etja saman elítunni í landinu og fjármagnseigendum gegn fólki sem sé að berjast í bökkum. „Það er verið að mynda risastóra gjá í samfélaginu í dag og það er verið að etja saman hópum. Annars vegar ríkum og hins vegar fátækum og þetta er í boði stjórnvalda.“En nú myndu til dæmis margir segja að þú værir að etja fólki saman með því að stilla hælisleitendum á móti öðrum jaðarhópum í samfélaginu, hvað segir þú við því? „Nei, ég kallaði þetta mismunun. Samkvæmt 65. grein stjórnarskrárinnar þá á engum að mismuna hér. Við eigum ekki að missa tennurnar frekar en gestirnir okkar,“ segir Inga. Hún segir að peningar standi í vegi fyrir því að hægt sé að gera bæði. „Við notum ekki sömu krónuna tvisvar. Það er verið að taka pening úr ríkissjóði, tæpa tíu milljarða á ári í hælisleitendamál,“ segir Inga. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 var gert ráð fyrir að rúmum milljarði væri varið í málefni hælisleitenda. Hún segir svo öðru máli gegna um innflytjendur. „Þeir hafa skapað mikinn mannauð og hafa skapað aukinn efnahag í landinu, stöðugleika og allt saman. Hagvöxt. Þeir hafa byggt með okkur Ísland. 10,6 prósent þjóðarinnar er af erlendu bergi brotið og aldrei myndi ég mæla því á mót. Aldrei,“ segir Inga. „Það sem ég er að tala um núna er það sem Sigríður Andersen var að kynna. Það að flýta málsmeðferð því við höfum ekki efni á því að hafa fólk hér í langan langan tíma og senda það svo heim. Við eigum að fá fólk hingað, veita því aðstoð, veita því vinnu, gefa því kost á því að koma inn í samfélagið, taka þátt í samfélaginu og vera með okkur. En það er alveg sama hvernig ég mun orða það, það verður snúið út úr því og ég geri mér fulla grein fyrir því.“Ekki báráttumál í borginni Aðspurð hvort það skjóti ekki skökku við að segjast vilja taka á móti fólki en tala á móti fjármagni til málefna hælisleitenda segir hún að svo sé ekki. Innflytjandi, flóttamaður og hælisleitandi séu ekki sömu hlutirnir.Inga Sæland í umræðum í sjónvarpssal fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra.Vísir/Ernir„Það er aldrei það sama. Vegna þess að sumir koma hingað til að biðja um stöðu og biðja um vernd vegna þess að þeir eru hælisleitendur. Sumir sem koma og biðja um alþjóðlega vernd eru að koma frá öruggum svæðum sem Útlendingastofnun hefur nú þegar ákveðið að séu örugg svæði,“ segir Inga. „En ég ætla ekki að beita mér fyrir þessu. Við erum að berjast gegn fátækt og spillingu fyrst og síðast. Það er þangað sem við ætlum að halda áfram að keyra. Þetta mál hins vegar kemur inn því það er mikið í umræðunni og af því að ég er ófeimin að tjá mig.“Leggjast gegn borgarlínu Áherslumálin hjá flokknum í borginni verði menntamál, samgöngumál og húsnæðismál. Í menntamálunum vill flokkurinn gera mötuneyti alveg gjaldfrjáls. Þá vilja þau gjörbreyta kennsluháttum í skólunum. „Við viljum efla einstaklinginn, við viljum koma á sjálfstyrkingu, við viljum að öllum börnum líði yndislega í skólanum og hlakki til að fara í skólann frá því þau eru sex ára gömul. Þeim finnist ekki leiðinlegt að fara í skólann. Við viljum sjá meiri gleði hjá börnunum okkar því það er orðið svo mikið þunglyndi og vanlíðan eins og við sjáum í dag. Eitthvað verðum við að gera til að færa okkur til móts við þau,“ segir Inga. Þegar kemur að skipulagsmálum vill flokkurinn leggjast á móti fyrirhugaðri borgarlínu. Framkvæmdin sé of dýr og ekki í takti við tímann. „Okkur finnst hún vera tímaskekkja í þeirri miklu framþróun og tækniþróun sem er hérna allt í kringum okkur þá erum við eins og venjulega 20 árum á eftir tímanum. En við getum náttúrulega ekki búið við það að sitja föst í umferðarteppu. Ef við komumst að í borginni þá munum við aldrei vera í vegaframkvæmdum um miðjan dag á föstudegi og koma í veg fyrir að fólk komist heim klukkutímum saman eins og maður hefur lent í sjálfur. Það verður samt sem áður að koma því þannig fyrir að það verði rennsli í gegn. Það kostar margfalt minna að laga og koma á mislægum gatnamótum heldur en nokkurn tímann þessi stofnlína sem þeir kalla borgarlínu.“ Í húsnæðismálunum segir Inga að rökréttast sé að leggja áherslu á ódýrt húsnæði í úthverfum borgarinnar. „Við getum ekki mælt með endalausri þéttingu byggðar og látið líta svo út fyrir, eins og er gert í dag, að hér sé verið að fullnægja húsnæðisþörfinni. Það eru afskaplega fáir sem hafa ráð á því að fjármagna það húsnæði sem nú stendur til boða,“ segir hún. „Við munum frekar fara út í úthverfin og byggja ódýrara húsnæði eins og til dæmis félagslegar íbúðir eins og þetta svokallaða kaupleigukerfi sem reyndist vel hér á árum áður. Verkamannabústaðakerfið eins og við þekktum það. Þar voru fastir óverðtryggðir vextir þannig að fólk vissi hvar það stóð. Það gat borgað af íbúðinni sinni án þess að þurfa að kvíða því að sjá til hvernig það yrði á næsta ári og hvort þau myndu halda íbúðinni og hvort heimilið væri tryggt. Heimilið er hornsteinninn. Fjölskyldan og heimilið er hornsteinninn, hjartað í samfélaginu. Það er ekki flóknara en það.“ Inga segir að markmið flokksins sé jafnframt að fara í landsmálin. Nái hún brautargengi í borgarstjórnarkosningunum hyggst hún láta af störfum þar þegar komi að næstu Alþingiskosningum. Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjórnin myndi gjörbreytast Yrðu úrslit borgarstjórnarkosninga eftir niðurstöðum nýrrar könnunar myndi það gerbreyta borgarstjórn. Tveir nýir flokkar ættu fulltrúa og fulltrúar tveggja flokka dyttu út. Vinstri græn eru orðin stærri en Samfylkingin. 31. ágúst 2017 06:00 Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Inga Sæland hellir sér yfir Semu Erlu Inga Sæland vísar því alfarið á bug að hún sé að etja saman tveimur bágstöddum hópum. 2. mars 2017 11:10 Fylgi Flokks fólksins heldur áfram að hækka Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent í nýlegri könnun Gallup. 2. ágúst 2017 10:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að flokkurinn muni ekki leggja áherslu á útlendingamál í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segir að flokkurinn stefni á að bjóða fram í næstu Alþingiskosningum og hefur hún hugsað sér að láta þá af störfum í borginni, nái flokkurinn manni inn í vor. Inga segir pólitíska andstæðinga dreifa rógburði um flokkinn og að ekkert sé til í því að flokkurinn ali á andúð í garð útlendinga. Flokkur fólksins var hástökkvarinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem kynntur var í byrjun vikunnar en flokkurinn mælist nú með tæp 11 prósent á landsvísu. „Það er alltaf verið að útmála okkur sem einhverja helvítis rasista, ég tek ekki þátt í því lengur. Ég tek ekki þátt í þessum ljótu ummælum og lygum um mig til dæmis á netinu hjá einhverju fólki. Það verður að vera hjá því en ég tek ekki þátt í þessu. Við erum að berjast gegn fátækt og spillingu og það er nú það sem er,“ segir Inga í samtali við Vísi. Hún segir að breytt reglugerð dómsmálaráðherra um meðferð útlendingamála nái utan um það sem hún hafi talað fyrir, en í henni er veitt heimild til að hraða málsmeðferð eins og unnt er. „Þá er átt við málsmeðferð fyrir hælisleitendur sem eru að koma hér frá öruggum svæðum. Það er það sem ég tala fyrir og það er eðli málsins samkvæmt akkúrat þannig sem regluverkið virkar. Aldrei nokkurn tímann hefur Flokkur fólksins talað um að hann vilji ekki taka á móti fólki sem er að flýja neyð þó svo að það sé verið að bera það á torg úti um allt að það sé það sem ég er að gera. Það er ósatt.“Segist ekki etja hópum saman Rætt var við Ingu á Útvarpi Sögu á mánudag. Þar sagði hún að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara. Eldri borgarar hefðu ekki ráð á því að leita sér læknishjálpar á sama tíma og hælisleitendur fái ókeypis tannlæknaþjónustu.Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um útlendingamálvísir/stefánAðspurð neitar hún því að hún sé með þessum ummælum að stilla upp samfélagshópum á móti hvorum öðrum. Hún segir að ríkisstjórnin sé að etja saman elítunni í landinu og fjármagnseigendum gegn fólki sem sé að berjast í bökkum. „Það er verið að mynda risastóra gjá í samfélaginu í dag og það er verið að etja saman hópum. Annars vegar ríkum og hins vegar fátækum og þetta er í boði stjórnvalda.“En nú myndu til dæmis margir segja að þú værir að etja fólki saman með því að stilla hælisleitendum á móti öðrum jaðarhópum í samfélaginu, hvað segir þú við því? „Nei, ég kallaði þetta mismunun. Samkvæmt 65. grein stjórnarskrárinnar þá á engum að mismuna hér. Við eigum ekki að missa tennurnar frekar en gestirnir okkar,“ segir Inga. Hún segir að peningar standi í vegi fyrir því að hægt sé að gera bæði. „Við notum ekki sömu krónuna tvisvar. Það er verið að taka pening úr ríkissjóði, tæpa tíu milljarða á ári í hælisleitendamál,“ segir Inga. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 var gert ráð fyrir að rúmum milljarði væri varið í málefni hælisleitenda. Hún segir svo öðru máli gegna um innflytjendur. „Þeir hafa skapað mikinn mannauð og hafa skapað aukinn efnahag í landinu, stöðugleika og allt saman. Hagvöxt. Þeir hafa byggt með okkur Ísland. 10,6 prósent þjóðarinnar er af erlendu bergi brotið og aldrei myndi ég mæla því á mót. Aldrei,“ segir Inga. „Það sem ég er að tala um núna er það sem Sigríður Andersen var að kynna. Það að flýta málsmeðferð því við höfum ekki efni á því að hafa fólk hér í langan langan tíma og senda það svo heim. Við eigum að fá fólk hingað, veita því aðstoð, veita því vinnu, gefa því kost á því að koma inn í samfélagið, taka þátt í samfélaginu og vera með okkur. En það er alveg sama hvernig ég mun orða það, það verður snúið út úr því og ég geri mér fulla grein fyrir því.“Ekki báráttumál í borginni Aðspurð hvort það skjóti ekki skökku við að segjast vilja taka á móti fólki en tala á móti fjármagni til málefna hælisleitenda segir hún að svo sé ekki. Innflytjandi, flóttamaður og hælisleitandi séu ekki sömu hlutirnir.Inga Sæland í umræðum í sjónvarpssal fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra.Vísir/Ernir„Það er aldrei það sama. Vegna þess að sumir koma hingað til að biðja um stöðu og biðja um vernd vegna þess að þeir eru hælisleitendur. Sumir sem koma og biðja um alþjóðlega vernd eru að koma frá öruggum svæðum sem Útlendingastofnun hefur nú þegar ákveðið að séu örugg svæði,“ segir Inga. „En ég ætla ekki að beita mér fyrir þessu. Við erum að berjast gegn fátækt og spillingu fyrst og síðast. Það er þangað sem við ætlum að halda áfram að keyra. Þetta mál hins vegar kemur inn því það er mikið í umræðunni og af því að ég er ófeimin að tjá mig.“Leggjast gegn borgarlínu Áherslumálin hjá flokknum í borginni verði menntamál, samgöngumál og húsnæðismál. Í menntamálunum vill flokkurinn gera mötuneyti alveg gjaldfrjáls. Þá vilja þau gjörbreyta kennsluháttum í skólunum. „Við viljum efla einstaklinginn, við viljum koma á sjálfstyrkingu, við viljum að öllum börnum líði yndislega í skólanum og hlakki til að fara í skólann frá því þau eru sex ára gömul. Þeim finnist ekki leiðinlegt að fara í skólann. Við viljum sjá meiri gleði hjá börnunum okkar því það er orðið svo mikið þunglyndi og vanlíðan eins og við sjáum í dag. Eitthvað verðum við að gera til að færa okkur til móts við þau,“ segir Inga. Þegar kemur að skipulagsmálum vill flokkurinn leggjast á móti fyrirhugaðri borgarlínu. Framkvæmdin sé of dýr og ekki í takti við tímann. „Okkur finnst hún vera tímaskekkja í þeirri miklu framþróun og tækniþróun sem er hérna allt í kringum okkur þá erum við eins og venjulega 20 árum á eftir tímanum. En við getum náttúrulega ekki búið við það að sitja föst í umferðarteppu. Ef við komumst að í borginni þá munum við aldrei vera í vegaframkvæmdum um miðjan dag á föstudegi og koma í veg fyrir að fólk komist heim klukkutímum saman eins og maður hefur lent í sjálfur. Það verður samt sem áður að koma því þannig fyrir að það verði rennsli í gegn. Það kostar margfalt minna að laga og koma á mislægum gatnamótum heldur en nokkurn tímann þessi stofnlína sem þeir kalla borgarlínu.“ Í húsnæðismálunum segir Inga að rökréttast sé að leggja áherslu á ódýrt húsnæði í úthverfum borgarinnar. „Við getum ekki mælt með endalausri þéttingu byggðar og látið líta svo út fyrir, eins og er gert í dag, að hér sé verið að fullnægja húsnæðisþörfinni. Það eru afskaplega fáir sem hafa ráð á því að fjármagna það húsnæði sem nú stendur til boða,“ segir hún. „Við munum frekar fara út í úthverfin og byggja ódýrara húsnæði eins og til dæmis félagslegar íbúðir eins og þetta svokallaða kaupleigukerfi sem reyndist vel hér á árum áður. Verkamannabústaðakerfið eins og við þekktum það. Þar voru fastir óverðtryggðir vextir þannig að fólk vissi hvar það stóð. Það gat borgað af íbúðinni sinni án þess að þurfa að kvíða því að sjá til hvernig það yrði á næsta ári og hvort þau myndu halda íbúðinni og hvort heimilið væri tryggt. Heimilið er hornsteinninn. Fjölskyldan og heimilið er hornsteinninn, hjartað í samfélaginu. Það er ekki flóknara en það.“ Inga segir að markmið flokksins sé jafnframt að fara í landsmálin. Nái hún brautargengi í borgarstjórnarkosningunum hyggst hún láta af störfum þar þegar komi að næstu Alþingiskosningum.
Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Borgarstjórnin myndi gjörbreytast Yrðu úrslit borgarstjórnarkosninga eftir niðurstöðum nýrrar könnunar myndi það gerbreyta borgarstjórn. Tveir nýir flokkar ættu fulltrúa og fulltrúar tveggja flokka dyttu út. Vinstri græn eru orðin stærri en Samfylkingin. 31. ágúst 2017 06:00 Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Inga Sæland hellir sér yfir Semu Erlu Inga Sæland vísar því alfarið á bug að hún sé að etja saman tveimur bágstöddum hópum. 2. mars 2017 11:10 Fylgi Flokks fólksins heldur áfram að hækka Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent í nýlegri könnun Gallup. 2. ágúst 2017 10:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Borgarstjórnin myndi gjörbreytast Yrðu úrslit borgarstjórnarkosninga eftir niðurstöðum nýrrar könnunar myndi það gerbreyta borgarstjórn. Tveir nýir flokkar ættu fulltrúa og fulltrúar tveggja flokka dyttu út. Vinstri græn eru orðin stærri en Samfylkingin. 31. ágúst 2017 06:00
Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17
Inga Sæland hellir sér yfir Semu Erlu Inga Sæland vísar því alfarið á bug að hún sé að etja saman tveimur bágstöddum hópum. 2. mars 2017 11:10
Fylgi Flokks fólksins heldur áfram að hækka Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent í nýlegri könnun Gallup. 2. ágúst 2017 10:17