Fótbolti

Barcelona búið að greiða riftunarverðið fyrir Paulinho

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Paulinho í leik með Guangzhou Evergrande
Paulinho í leik með Guangzhou Evergrande Vísir/getty
Búist er við því að brasilíski miðjumaðurinn Paulinho muni gangast undir læknisskoðun hjá Barcelona á morgun áður en gengið verður frá félagsskiptum hans frá Guangzhou Evergrande í Kína.

Paulinho sem er brasilískur landsliðsmaður hefur verið orðaður við Barcelona í allt sumar en Börsungar eiga nóg af peningum til að eyða eftir félagsskipti Neymar til PSG fyrr í sumar.

Kínverskir fjölmiðlar greindu frá því í kvöld að Barcelona hafi greitt riftunarverðið í samningi Paulinho, 40 milljónir evra, og að hann muni ferðast til Spánar á morgun.

Forseti félagsins sagði hann ekki til sölu en Paulinho hefur átt góðu gengi að fagna í Kína þar sem hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins sem er í efsta sæti deildarinnar ásamt því að vera komið áfram í Meistaradeild Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×