Fótbolti

Kári og Arnór Ingvi æfðu með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir ræðir við landsliðsmenn fyrir æfinguna í Parma í dag.
Heimir ræðir við landsliðsmenn fyrir æfinguna í Parma í dag. Vísir/E. Stefán
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að þeir Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason hafi báðir æft af fullum krafti með íslenska landsliðinu, bæði í gær og í dag.

„Þeir voru með alla æfinguna og litu vel út. Þeir verða aftur með í dag og er ekkert bakslag hjá þeim,“ sagði Heimir við Vísi fyrir æfingu liðsins á Tardini-leikvanginum í Parma.

„Það verða allir leikmenn með í dag enda vilja allir spila jafn mikilvægan leik og þennan.“

Hann hefur ekki áhyggjur af Kára sem hefur ekki verið með liði sínu á Kýpur síðustu vikurnar. „Við höfum engar áhyggjur. Ef við teljum að hann sé ekki tilbúinn fyrir leikinn þá eigum við aðra góða leikmenn í þessari stöðu.“

Sverrir Ingi Ingason hefur verið að spila með liði sínu, Granada á Spáni, eftir að hann gekk í raðir þess í upphafi ársins. Hann skoraði til að mynda sitt fyrsta deiladarmark með liðinu um helgina.

„Ég vona að hann eins og allir geri tilkall til að vera í byrjunarliðinu. Þess vegna eru menn hér því þeir hafa staðið sig vel. Við teljum þá geta hjálpað þessu landsliði. En því miður mega bara ellefu byrja og við þjálfarar verðum að hafa völina og kvölina.“


Tengdar fréttir

Lykilleikmenn eru lítið að spila

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×