Lífið

Þrír Íslendingar eiga möguleika á Óskarstilnefningu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bandaríska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt hverjir eiga möguleika á að vera tilnefndir til óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist.
Bandaríska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt hverjir eiga möguleika á að vera tilnefndir til óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Vísir/Getty
Bandaríska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt hverjir eiga möguleika á að vera tilnefndir til óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist.

145 verk eru á listanum og þar leynast þrír Íslendingar.

Þeir Hugi Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannsson eru á listanum fyrir tónlist í kvikmyndinni Autumn Lights.

Þá er einnig að finna Atla Örvarsson, fyrir tónlistina í kvikmyndiinni Bilal og fyrir tónlistina í myndinni The Edge of Seventeen.

Svo virðist sem kvikmyndin Arrival sé ekki kjörgeng, en Jóhann Jóhannsson var nýverið tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir tónlistina í þeirri kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×